Á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst n.k. verður upplýsingasetur Hafrannsóknastofnunar á jarðhæð að Skúlagötu 4 opið fyrir gesti og gangandi milli kl. 13 og 17.

Yfirskrift viðburðarins er Haf- og fiskirannsóknir: Undirstaða sjálfbærra fiskveiða.

Starfsmenn stofnunarinnar munu m.a. kynna aðferðir við stofnmatsrannsóknir og aldursgreiningar fiska. Þá verður opnaður nýr fræðsluvefur um lífríki í fjörðum og á grunnslóð við landið. Í sjóbúri verður unnt að skoða lifandi sjávarlífverur.

Þá mun Esjukvartettinn flytja létta tónlist kl. 13:30, 14:30 og 15:30.