Mælingar á ungloðnu í vetur gefa ekki tilefni til þess að mælt verði með því að gefinn verði út upphafskvóti fyrir loðnuvertíðina 2012/2013, að því er Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Mælingarnar eru þar af leiðandi ekki nægar til að heimila sumarveiðar Norðmanna og annarra þjóða. Nýr ungloðnuleiðangur er í bígerð á næstu vikum ef færi gefst vegna íss á Grænlandssvæðinu.

„Góðir árgangar telja 90 milljarða eins árs einstaklinga eða meira. Sá árgangur sem veitt var úr á nýliðinni vertíð mældum við haustið 2010 sem ársgamla loðnu um 92 milljarða einstaklinga. Í vetur mældum við aðeins alls 26 milljarða einstaklinga. Það nægir ekki til þess að við getum mælt með upphafskvóta fyrir næstu vertíð,“ sagði Sveinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.