Hafrannsóknastofnunin leggur til að kvóti íslensku sumargotssíldarinnar á yfirstandandi vertíð fari ekki yfir 40.000 tonn. Fyrir nokkrum var gefinn út 15.000 tonna byrjunarkvóti þannig að viðbótin nemur 25.000 tonnum.
Þrátt fyrir að hlutfall sýktrar síldar í stofninum sé enn hátt er hlutfall nýsmits lágt. Mestur hluti sýktu síldarinnar er með sýkingu sem er langt gengin. Þessar niðurstöður eru ólíkar því sem sést hefur á undanförnum tveim árum þar sem hlutfall lítið sýktrar síldar var hæst í október en minnkaði þegar leið á veturinn á sama tíma og hlutfall mikið sýktrar síldar jókst. Gæti þetta verið vísbending um að sýkingarfaraldurinn sé í rénun, segir í frétt frá Hafró.
Eins var stór hluti 2007 árgangsins, sem kemur inn í veiðina á næsta ári, að finna nánast ósýktan í Breiðamerkurdjúpi.
Sjá nánar á vef Hafró, HÉR