Hafnarvog sem var tekin í notkun í febrúar í Gömlu höfninni í Reykavík verður formlega opnuð á föstudaginn.

„Gamla húsið var orðið 65 ára gamalt og farið að láta á sjá. Vogin sjálf var orðin gömul líka þannig að það jaðraði við að bílarnir pompuðu niður með henni,“ segir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, um ástæður endurnýjunarinnar.

Hentugt fyrir 65 árum

Staðsetning vigtarinnar við Grandaveg hafi einnig verið orðin óhentug „Þegar bílarnir komu inn þurftu þeir að keyra yfir gangstétt tvisvar. Þetta hentaði ágætlega þegar þetta var sett upp fyrir 65 árum. Þá var þetta bara hafnarsvæði og það var ekki mikið af öðru fólki að þvælast þarna,“ segir Sigurður.

Nú er hafnarvogin komin á lokað svæði við bygginguna sem hýsir Fiskmarkað Íslands og Sjávarklasann. „Þannig að það er þrennt í þessu; það var þörf á að endurnýja húsnæðið, vogina þurfti að endurnýja og staðsetningin var ekki að bjóða upp á alvöru öryggi lengur,“ segir Sigurður.

Allt miklu betra

Í húsinu við hafnarvogina er ýmis aðstaða tengd starfseminni.

„Aðstaðan er öll miklu betri. Menn sitja hátt uppi og horfa yfir og inni eru öll tæki og tól sem þarf, meira að segja hleðslutæki fyrir rafmagnsbíl. Inni er skjár sem er uppfærður með upplýsingum og þar er fundarherbergi og fleira. Mikið af þessari starfsemi fer fram í gegn um tölvu og þótt það hafi verið sjarmi í hinu var það ekki bara í takt við nútímann,“ segir Sigurður enn fremur.

Getspakur út að borða

Ekki verður um hefðbundna vígslu að ræða með borðaklippingu að sögn Sigurðar.

„Við ætlum í staðinn að vera með stóran drumb úr því sem við notum í trébryggjurnar og ætlum að leyfa mönnum að giska á þyngdina. Síðan er þetta sett á vigtina og sá sem kemst næst réttri þyngd fer út að borða með betri helmingnum,“ segir markaðsstjórinn.

Hafnarvog sem var tekin í notkun í febrúar í Gömlu höfninni í Reykavík verður formlega opnuð á föstudaginn.

„Gamla húsið var orðið 65 ára gamalt og farið að láta á sjá. Vogin sjálf var orðin gömul líka þannig að það jaðraði við að bílarnir pompuðu niður með henni,“ segir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, um ástæður endurnýjunarinnar.

Hentugt fyrir 65 árum

Staðsetning vigtarinnar við Grandaveg hafi einnig verið orðin óhentug „Þegar bílarnir komu inn þurftu þeir að keyra yfir gangstétt tvisvar. Þetta hentaði ágætlega þegar þetta var sett upp fyrir 65 árum. Þá var þetta bara hafnarsvæði og það var ekki mikið af öðru fólki að þvælast þarna,“ segir Sigurður.

Nú er hafnarvogin komin á lokað svæði við bygginguna sem hýsir Fiskmarkað Íslands og Sjávarklasann. „Þannig að það er þrennt í þessu; það var þörf á að endurnýja húsnæðið, vogina þurfti að endurnýja og staðsetningin var ekki að bjóða upp á alvöru öryggi lengur,“ segir Sigurður.

Allt miklu betra

Í húsinu við hafnarvogina er ýmis aðstaða tengd starfseminni.

„Aðstaðan er öll miklu betri. Menn sitja hátt uppi og horfa yfir og inni eru öll tæki og tól sem þarf, meira að segja hleðslutæki fyrir rafmagnsbíl. Inni er skjár sem er uppfærður með upplýsingum og þar er fundarherbergi og fleira. Mikið af þessari starfsemi fer fram í gegn um tölvu og þótt það hafi verið sjarmi í hinu var það ekki bara í takt við nútímann,“ segir Sigurður enn fremur.

Getspakur út að borða

Ekki verður um hefðbundna vígslu að ræða með borðaklippingu að sögn Sigurðar.

„Við ætlum í staðinn að vera með stóran drumb úr því sem við notum í trébryggjurnar og ætlum að leyfa mönnum að giska á þyngdina. Síðan er þetta sett á vigtina og sá sem kemst næst réttri þyngd fer út að borða með betri helmingnum,“ segir markaðsstjórinn.