„Það má segja að Grindavíkurhöfn hafi að hluta til flutt hingað til Hafnarfjarðar eftir þessi ósköp þar,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Floti úr Grindavík hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn eftir að bærinn var rýmdur.

„Það hefur þó nokkuð af bátum landað og togararnir einnig,“ segir Lúðvík. „Skip hafa farið norður fyrir en síðan eru menn að biðja um að koma sér fyrir um hátíðarnar þannig að við erum að gera ráðstafanir til að reyna að rýmka til og raða upp þannig að allir sem þurfa fái pláss. Og við munum horfa til þeirra með forgangi.“

Grindvíkingar til starfa

Að sögn Lúðvíks kom löndunarfyrirtækið Klafar úr Grindavík sér fyrir með sína starfsemi í Hafnarfjarðarhöfn strax eftir jarðskjálftahelgina. Klafar hafi fengið  þjónustu frá höfninni og vinnuaðstöðu hjá Fiskmarkaði Norðurlands og skrifstofu- og þjónustuaðstöðu hjá Eimskip.

Tómas Þorvaldsson GK landaði í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku. FF Mynd/Eva Björk
Tómas Þorvaldsson GK landaði í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku. FF Mynd/Eva Björk

„Þeir eru með sinn mannafla og hafa verið hér með sína löndum þannig að það er bara eins og menn séu að landa í Grindavík,“ segir Lúðvík.

Að sögn Lúðvíks hefur hann átt í samtölum við Sigurð Kristmundsson, hafnarstjóra í Grindavík. „Það verða væntanlega  þrír starfsmenn Grindavíkurhafnar í vinnu með okkur meðan þetta ástand varir,“ segir Lúðvík. Sá fyrsti hafi mætt til starfa nú á þriðjudagsmorgun.

Alltaf velkomnir í Hafnarfjörð

„Stór hluti starfseminnar í Grindavíkurhöfn er kominn hingað til okkar og þá er eðlilegt að gefa fyrirtækjum, þjónustuaðilum og starfsmönnum þaðan kost á að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Lúðvík. Allt gangi eins og það geri venjulega hjá Íslendingum.

„Við bara leysum málin og það gengur allt einhvern veginn. En það er líka mikilvægt að fólk fái tækifæri til að koma að störfum þegar það er búið að huga að sínum fjölskyldum og eignum. Að fólk hafi athvarf á óvissutímum og einhverju að sinna,“ segir Lúðvík. Ánægjulegt sé að geta rétt Grindvíkingum hjálparhönd.

„Okkur hugur er auðvitað hjá þeim. Það hefur alltaf verið gott samstarf og samtal á milli þessara hafna. Við þekkjumst vel og sjálfsagt að verða þeim að liði í þessu ástandi. Þeir eru alltaf velkomnir,“ segir hafnarstjórinn.

„Það má segja að Grindavíkurhöfn hafi að hluta til flutt hingað til Hafnarfjarðar eftir þessi ósköp þar,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Floti úr Grindavík hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn eftir að bærinn var rýmdur.

„Það hefur þó nokkuð af bátum landað og togararnir einnig,“ segir Lúðvík. „Skip hafa farið norður fyrir en síðan eru menn að biðja um að koma sér fyrir um hátíðarnar þannig að við erum að gera ráðstafanir til að reyna að rýmka til og raða upp þannig að allir sem þurfa fái pláss. Og við munum horfa til þeirra með forgangi.“

Grindvíkingar til starfa

Að sögn Lúðvíks kom löndunarfyrirtækið Klafar úr Grindavík sér fyrir með sína starfsemi í Hafnarfjarðarhöfn strax eftir jarðskjálftahelgina. Klafar hafi fengið  þjónustu frá höfninni og vinnuaðstöðu hjá Fiskmarkaði Norðurlands og skrifstofu- og þjónustuaðstöðu hjá Eimskip.

Tómas Þorvaldsson GK landaði í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku. FF Mynd/Eva Björk
Tómas Þorvaldsson GK landaði í Hafnarfjarðarhöfn í síðustu viku. FF Mynd/Eva Björk

„Þeir eru með sinn mannafla og hafa verið hér með sína löndum þannig að það er bara eins og menn séu að landa í Grindavík,“ segir Lúðvík.

Að sögn Lúðvíks hefur hann átt í samtölum við Sigurð Kristmundsson, hafnarstjóra í Grindavík. „Það verða væntanlega  þrír starfsmenn Grindavíkurhafnar í vinnu með okkur meðan þetta ástand varir,“ segir Lúðvík. Sá fyrsti hafi mætt til starfa nú á þriðjudagsmorgun.

Alltaf velkomnir í Hafnarfjörð

„Stór hluti starfseminnar í Grindavíkurhöfn er kominn hingað til okkar og þá er eðlilegt að gefa fyrirtækjum, þjónustuaðilum og starfsmönnum þaðan kost á að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Lúðvík. Allt gangi eins og það geri venjulega hjá Íslendingum.

„Við bara leysum málin og það gengur allt einhvern veginn. En það er líka mikilvægt að fólk fái tækifæri til að koma að störfum þegar það er búið að huga að sínum fjölskyldum og eignum. Að fólk hafi athvarf á óvissutímum og einhverju að sinna,“ segir Lúðvík. Ánægjulegt sé að geta rétt Grindvíkingum hjálparhönd.

„Okkur hugur er auðvitað hjá þeim. Það hefur alltaf verið gott samstarf og samtal á milli þessara hafna. Við þekkjumst vel og sjálfsagt að verða þeim að liði í þessu ástandi. Þeir eru alltaf velkomnir,“ segir hafnarstjórinn.