Snurvoðarbáturinn Hafborg EA var að búa sig undir sinn fyrsta túr á nýju ári og var Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og útgerðarmaður niðri á bryggju á Akureyri í óða önn við að koma veiðarfærum um borð og skipuleggja túrinn framundan.

Hafborg er skráð með heimahöfn í Grímsey en landar mest í Dalvík og Grímsey. Þetta er fjórða skipið í eigu útgerðarinnar með þessu nafni en nýja skipið var smíðað fyrir útgerðina í Danmörku og kom hingað til lands í byrjun árs 2018.

3-5 tonn í holi í stað 3-5 tonn á dag

„Við höfum ekkert verið til sjós frá því um miðjan desember en ætlum að fara í fyrsta túrinn á morgun. Það gekk ótrúlega vel síðastliðið haust að fiska en allt takmarkast þetta auðvitað af þessum litla kvóta sem stöðugt er verið að skerða. Ég er löngu hættur að skilja hvað þessir sérfræðingar hjá Hafró eru að pæla. Fiskgengdin bara eykst ár frá ári og þannig hefur það verið sleitulaust frá því við fengum gamla bátinn árið 2005. Þá vorum við ánægðir að fá kannski þrjú til fimm tonn á dag en núna er miklu algengara að þrjú til fimm tonn í holi,“ segir Guðlaugur.

Áður en haldið var til veiða á nýju ári. F.v. Jón Skúli Sigurgeirsson kokkur, Þórólfur Guðlaugsson vélstjóri og Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri.
Áður en haldið var til veiða á nýju ári. F.v. Jón Skúli Sigurgeirsson kokkur, Þórólfur Guðlaugsson vélstjóri og Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri.
© Þorgeir Baldursson (.)

Óhemjumikið af ýsu

Hann segir að það sé miklu meira bæði af stærri og smærri fiski en verið hefur hérna úti fyrir Norðurlandi. Hafborgin er mest við ýsu- og þorskveiðar í Húnaflóa, Skagafirði, Eyjafirði og Skjálfanda. Svo er alltaf eitthvað tekið af kola í snurvoðina en Guðlaugur segir að svo virðist sem minna hafi verið af honum síðastliðið haust en undanfarin ár.

„Það hefur verið óhemjumikið af ýsu hérna allt síðasta haust en við vorum hins vegar ekki mikið að sækja í hana því það var svo lélegt verð á henni. Leiguverðið á henni var allt upp í 180 krónur kílóið og verðið fór niður í 180 krónur líka. Það var því ekki eftir neinu að slægjast.“

Á silfurfati til stórútgerðarinnar

Guðlaugur segir afkomuna fara versnandi með hækkandi veiðileyfigjöldum og svo eigi einnig að hirða af mönnum skelbæturnar. Sér sýnist það vera hreinn ásetningur stjórnvalda að ganga frá „þessum örfáu vitleysingum“ sem eru enn eftir í þessari minni útgerð. Það eigi að færa stórútgerðinni þetta allt saman á silfurfati eins og sjáist best á því að það veiðileyfigjöldin lækki á uppsjávartegundum eins og loðnu, makríl, kolmunna og síld.

„Maður skilur það ekki alveg. Afkoman á þeim skipum er alveg ótrúlega góð. Mér skilst að veiðileyfigjaldið sé komið í 40 krónur af kílóinu af þorski og svolítið lægra í ýsunni. Kolinn er kominn yfir 40 kall, þykkvalúra í 44 krónur og svo bætast við löndunargjöld og markaðsgjöld. Þetta er farið að nálgast 25% af allri innkomunni. Þetta er orðið alveg galið og bara barningur að standa í þessu,“ segir Guðlaugur.

Ekkert mark tekið á sjómönnum

Við þetta bætist svo niðurskurður í heimildum undanfarin ár og hefur Guðlaugur ekki farið varhluta af þeirri þróun frekar en aðrir. Undanfarin ár hafi þorskheimildir verið skertar um 23-24% en ýsan aðeins farið upp. Svo hafi heimildir í kola, steinbít, ufsa og nánast öllum tegundum verið skertar.

„Það er ekkert eðlilegt við þetta. Þetta er orðið svona kommúnistaþjóðfélag sem við búum í og sérfræðingarnir hjá Hafrannsóknastofnun taka ekkert mark á þeim sem vinna í þessari grein. Ég hef margoft unnið með þeim og verið í sambandi við þá en það skiptir engu máli hvort maður eins og ég, með fimmtíu ára reynslu af sjónum, hafi eitthvað fram að færa. Ég er bara stimplaður vitleysingur af mönnum með þriggja ára reynslu af skrifstofustarfi hjá Hafró.“

Sjómenn hafi atkvæðarétt

Guðlaugur segir skynsamlegast að þeir sem vinni í greininni hafi að minnsta kosti þriðjungs atkvæðarétt í tillögum sem lúta að veiðistjórnun. Valdinu verði þrískipt að jöfnu til sjómanna og útgerðarmanna sem vinni í greininni, Hafró og stjórnvalda. Það sé ekkert eðlilegt við það að þeir sem hafi lifibrauð sitt af veiðum hafi ekkert með stýringu á veiðunum að gera.

„Þorskveiðar við Ísland er bara skólabókardæmi fyrir sex ára börn. Fyrir 30 árum tók það togara 8-11 daga að fá þetta á bilinu 100-150 tonn. Þá var meðalþyngd á veiddum þorsk innan við tvö kíló. Núna tekur það togara 3-5 daga að fá sama afla og hver einstaklingur er að jafnaði 1,5 kílóum þyngri. Hver sex ára krakki gæti svarað því að bragði hvað þetta þýðir. Það er svo margfalt meira af þorski í sjónum, bæði stórum og smáum. Ég hef spurt Hafró út í þennan stóra fisk, sem við erum einatt að veiða hérna á vorin og sumrin þegar síldin er komin hingað að svæðið, hvenær hann eiginlega drepist úr elli. Til hvers erum við að ala upp þennan stóra fisk? Er það til þess að hann drepist úr elli? Þegar við vorum að byrja að róa á net við Grímsey í kringum 1985-1986 vorum við bara með 7 tommu möskva því það fékkst enginn stærri fiskur. Og eftir páska var farið niður í sex tommur því það fékkst enginn fiskur í 7 tommu möskvana. Núna dettur engum manni í hug að leggja þorskanet með minna en 8 tommu möskvum.“

Snurvoðarbáturinn Hafborg EA var að búa sig undir sinn fyrsta túr á nýju ári og var Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og útgerðarmaður niðri á bryggju á Akureyri í óða önn við að koma veiðarfærum um borð og skipuleggja túrinn framundan.

Hafborg er skráð með heimahöfn í Grímsey en landar mest í Dalvík og Grímsey. Þetta er fjórða skipið í eigu útgerðarinnar með þessu nafni en nýja skipið var smíðað fyrir útgerðina í Danmörku og kom hingað til lands í byrjun árs 2018.

3-5 tonn í holi í stað 3-5 tonn á dag

„Við höfum ekkert verið til sjós frá því um miðjan desember en ætlum að fara í fyrsta túrinn á morgun. Það gekk ótrúlega vel síðastliðið haust að fiska en allt takmarkast þetta auðvitað af þessum litla kvóta sem stöðugt er verið að skerða. Ég er löngu hættur að skilja hvað þessir sérfræðingar hjá Hafró eru að pæla. Fiskgengdin bara eykst ár frá ári og þannig hefur það verið sleitulaust frá því við fengum gamla bátinn árið 2005. Þá vorum við ánægðir að fá kannski þrjú til fimm tonn á dag en núna er miklu algengara að þrjú til fimm tonn í holi,“ segir Guðlaugur.

Áður en haldið var til veiða á nýju ári. F.v. Jón Skúli Sigurgeirsson kokkur, Þórólfur Guðlaugsson vélstjóri og Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri.
Áður en haldið var til veiða á nýju ári. F.v. Jón Skúli Sigurgeirsson kokkur, Þórólfur Guðlaugsson vélstjóri og Guðlaugur Óli Þorláksson skipstjóri.
© Þorgeir Baldursson (.)

Óhemjumikið af ýsu

Hann segir að það sé miklu meira bæði af stærri og smærri fiski en verið hefur hérna úti fyrir Norðurlandi. Hafborgin er mest við ýsu- og þorskveiðar í Húnaflóa, Skagafirði, Eyjafirði og Skjálfanda. Svo er alltaf eitthvað tekið af kola í snurvoðina en Guðlaugur segir að svo virðist sem minna hafi verið af honum síðastliðið haust en undanfarin ár.

„Það hefur verið óhemjumikið af ýsu hérna allt síðasta haust en við vorum hins vegar ekki mikið að sækja í hana því það var svo lélegt verð á henni. Leiguverðið á henni var allt upp í 180 krónur kílóið og verðið fór niður í 180 krónur líka. Það var því ekki eftir neinu að slægjast.“

Á silfurfati til stórútgerðarinnar

Guðlaugur segir afkomuna fara versnandi með hækkandi veiðileyfigjöldum og svo eigi einnig að hirða af mönnum skelbæturnar. Sér sýnist það vera hreinn ásetningur stjórnvalda að ganga frá „þessum örfáu vitleysingum“ sem eru enn eftir í þessari minni útgerð. Það eigi að færa stórútgerðinni þetta allt saman á silfurfati eins og sjáist best á því að það veiðileyfigjöldin lækki á uppsjávartegundum eins og loðnu, makríl, kolmunna og síld.

„Maður skilur það ekki alveg. Afkoman á þeim skipum er alveg ótrúlega góð. Mér skilst að veiðileyfigjaldið sé komið í 40 krónur af kílóinu af þorski og svolítið lægra í ýsunni. Kolinn er kominn yfir 40 kall, þykkvalúra í 44 krónur og svo bætast við löndunargjöld og markaðsgjöld. Þetta er farið að nálgast 25% af allri innkomunni. Þetta er orðið alveg galið og bara barningur að standa í þessu,“ segir Guðlaugur.

Ekkert mark tekið á sjómönnum

Við þetta bætist svo niðurskurður í heimildum undanfarin ár og hefur Guðlaugur ekki farið varhluta af þeirri þróun frekar en aðrir. Undanfarin ár hafi þorskheimildir verið skertar um 23-24% en ýsan aðeins farið upp. Svo hafi heimildir í kola, steinbít, ufsa og nánast öllum tegundum verið skertar.

„Það er ekkert eðlilegt við þetta. Þetta er orðið svona kommúnistaþjóðfélag sem við búum í og sérfræðingarnir hjá Hafrannsóknastofnun taka ekkert mark á þeim sem vinna í þessari grein. Ég hef margoft unnið með þeim og verið í sambandi við þá en það skiptir engu máli hvort maður eins og ég, með fimmtíu ára reynslu af sjónum, hafi eitthvað fram að færa. Ég er bara stimplaður vitleysingur af mönnum með þriggja ára reynslu af skrifstofustarfi hjá Hafró.“

Sjómenn hafi atkvæðarétt

Guðlaugur segir skynsamlegast að þeir sem vinni í greininni hafi að minnsta kosti þriðjungs atkvæðarétt í tillögum sem lúta að veiðistjórnun. Valdinu verði þrískipt að jöfnu til sjómanna og útgerðarmanna sem vinni í greininni, Hafró og stjórnvalda. Það sé ekkert eðlilegt við það að þeir sem hafi lifibrauð sitt af veiðum hafi ekkert með stýringu á veiðunum að gera.

„Þorskveiðar við Ísland er bara skólabókardæmi fyrir sex ára börn. Fyrir 30 árum tók það togara 8-11 daga að fá þetta á bilinu 100-150 tonn. Þá var meðalþyngd á veiddum þorsk innan við tvö kíló. Núna tekur það togara 3-5 daga að fá sama afla og hver einstaklingur er að jafnaði 1,5 kílóum þyngri. Hver sex ára krakki gæti svarað því að bragði hvað þetta þýðir. Það er svo margfalt meira af þorski í sjónum, bæði stórum og smáum. Ég hef spurt Hafró út í þennan stóra fisk, sem við erum einatt að veiða hérna á vorin og sumrin þegar síldin er komin hingað að svæðið, hvenær hann eiginlega drepist úr elli. Til hvers erum við að ala upp þennan stóra fisk? Er það til þess að hann drepist úr elli? Þegar við vorum að byrja að róa á net við Grímsey í kringum 1985-1986 vorum við bara með 7 tommu möskva því það fékkst enginn stærri fiskur. Og eftir páska var farið niður í sex tommur því það fékkst enginn fiskur í 7 tommu möskvana. Núna dettur engum manni í hug að leggja þorskanet með minna en 8 tommu möskvum.“