Norðmenn seldu fisk og fiskafurðir fyrir 48,4 milljarða norskra króna fyrstu ellefu mánuði ársins sem er svipað verðmæti og á sama tíma í fyrra. Það jafngildir 992 milljörðum íslenskra króna.

Útflutningur á laxi nam 747.000 tonnum fyrir jafnvirði 543 milljarða íslenskra króna en til samanburðar má nefna að verðmæti heildarútflutnings sjávarafurða frá Íslandi nam 220 milljörðum króna á öllu síðasta ári.

Aukning varð í laxasölu Norðmanna miðað við sama tíma í fyrra en verðmætin drógust saman vegna verðlækkunar. Frakkland var mikilvægasta markaðslandið en Frakkar keyptu norskan lax fyrir 80 milljarða íslenskra króna frá áramótum til nóvemberloka. Rússar komu þar á eftir og námu kaup þeirra 55 milljörðum ísl. króna.