Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, gagnrýnir viðbótarúthlutun matvælaráðherra á 2.000 tonnum af þorski til strandaveiða á yfirstandandi tímabili. Heildarráðstöfun í þorski til strandveiða þetta ár nemi því alls tólf þúsund tonnum. „Það er því ljóst að sneið strandveiðimanna af kökunni stækkar enn eitt árið því aldrei fyrr hafa strandveiðar verið hærra hlutfall af heildarafala þorsks en á yfirstandandi fiskveiðiári,“ segir í frétt á heimasíðu SFS.

„Samtökin hafa löngum á það bent að í samdrætti umliðinna ára í þorski hefur hlutfall strandveiða farið sífellt hækkandi. Í því samhengi má benda á að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/2020, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Nú er úthlutaður þorskafli rúm 209 þúsund tonn og því ljóst að tólf þúsund tonna hlutdeild til strandveiða nemur 5,7%. Í fyrra var hlutfallið tæplega 4,8% og árið 2022 var hlutfallið 4,5% af heildarafla. Við upphaf strandveiða fiskveiðiárið 2008/09 var hlutfallið 1,8% af ráðlögðum þorskafla og því er ljóst að hlutfall strandveiða í þorskheimildum hefur margfaldast á undanförnum árum. Samhliða hefur verðmætatap þjóðarbúsins aukist þar sem ljóst er að afkoma af strandveiðum er óviðunandi og skilar vart jákvæðri afkomu samkvæmt gögnum Hagstofu í gegnum tíðina,“ segir í greininni á heimasíðu SFS sem má finna hér.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, gagnrýnir viðbótarúthlutun matvælaráðherra á 2.000 tonnum af þorski til strandaveiða á yfirstandandi tímabili. Heildarráðstöfun í þorski til strandveiða þetta ár nemi því alls tólf þúsund tonnum. „Það er því ljóst að sneið strandveiðimanna af kökunni stækkar enn eitt árið því aldrei fyrr hafa strandveiðar verið hærra hlutfall af heildarafala þorsks en á yfirstandandi fiskveiðiári,“ segir í frétt á heimasíðu SFS.

„Samtökin hafa löngum á það bent að í samdrætti umliðinna ára í þorski hefur hlutfall strandveiða farið sífellt hækkandi. Í því samhengi má benda á að ráðlagður þorskafli hefur dregist saman um 23% frá fiskveiðiárinu 2019/2020, en þá var ráðlagður afli rúm 272 þúsund tonn. Nú er úthlutaður þorskafli rúm 209 þúsund tonn og því ljóst að tólf þúsund tonna hlutdeild til strandveiða nemur 5,7%. Í fyrra var hlutfallið tæplega 4,8% og árið 2022 var hlutfallið 4,5% af heildarafla. Við upphaf strandveiða fiskveiðiárið 2008/09 var hlutfallið 1,8% af ráðlögðum þorskafla og því er ljóst að hlutfall strandveiða í þorskheimildum hefur margfaldast á undanförnum árum. Samhliða hefur verðmætatap þjóðarbúsins aukist þar sem ljóst er að afkoma af strandveiðum er óviðunandi og skilar vart jákvæðri afkomu samkvæmt gögnum Hagstofu í gegnum tíðina,“ segir í greininni á heimasíðu SFS sem má finna hér.