Fiskistofa bauð nýlega út skipti á um 16 fisktegundum fyrir þorsk. Þessi fiskur er hluti af þeim 1,33% sem allar útgerðir þurfa að leggja til í ýmsar sérúthlutanir í þorski. Í þessum viðskiptum fór ýsan til dæmis á tonn á móti tonni af þorski hjá þeim sem buðu hæst niður í lægst 700 kíló af þorski á móti tonni af ýsu.

Mikill áhugi reyndist vera á þessum viðskiptum, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Fiskistofu bárust tilboð langt umfram það magn sem í boði var í  öllum tegundunum nema keilu. Alls bárust tilboð í rúmlega 8.400 tonn en í boði voru 1.465 tonn í 16 fisktegundum. Fiskistofa tók hæstu tilboðunum sem bárust og eftir standa einungis 35,6 tonn af aflamarki í keilu sem ekki gengu út. Þau tilboð sem tekið var skila Fiskistofu rúmlega 790 tonnum í aflamarki í þorski.

Hér má sjá yfirlitstöflu yfir aflamarkið sem í boði var og samtölur yfir tilboðin sem bárust, tilboðin sem tekið var og fengið aflamark í þorski.

Hér má sjá lista yfir þau tilboð sem Fiskistofa tók .