Landssamband smábátaeigenda hefur tekið saman meðaltalsafla á hvern veiðidag í strandveiðum 2014 og 2013. Meðaltalið er reiknað fyrir hvern mánuð, maí, júní, júlí og borið saman við sömu mánuði í fyrra. Á öllum svæðum utan júní á svæði D og júlí á B svæði skilar þetta ár meiri dagsafla.

Mestur er meðaltalsafli í róðri á mánaðartímabili 612 kg.  Á svæði A í ár og svæði B í fyrra.   Í maí sl. var meðaltalið 603 kg á svæði A og í júlí sl. 600 kg á svæði B.