GreenFox Marine frá Noregi mun kynna á IceFish 2024 sýningunni í næsta mánuði fyrstu háhraðavélina sem þróuð er til að flokka fisk sjálfvirkt eftir kyni. Þessi tækninýjung GreenFox Marine nýtir sér háþróaða ómskoðunar- og gervigreindartækni við flokkunina, en að því er fram kemur hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins veitir það fiskeldisfyrirtækjum verulegan ávinning að geta kynflokkað fisk hratt og örugglega. Það geti m.a. bætt heilsufar fisksins í framleiðslukerfunum.
Fiskeldisfyrirtæki í Chile hafa kynflokkað fisk handvirkt um margra ára skeið og seinustu ár með handhægum og færanlegum ómskoðunartækjum. Raunar er um helmingur af þeim laxi sem framleiddur er í Suður-Ameríku nú kynflokkaður, þar sem nokkur af stærstu fyrirtækjum í greininni hafa lagt ríka áherslu á að gera slíka flokkun að stöðluðum vinnubrögðum fyrir alla sína framleiðslu.
Hængar 17% þyngri að meðaltali
Í Noregi eru fiskeldisfyrirtæki með sambærileg verkefni í fullum gangi og kynflokkun þar hefur sýnt fram á verulegan mun á vexti hænga og hrygna. Til marks um það er að hængar eru að meðaltali 17% þyngri en hrygnur eftir níu mánuði í sjó, í þeim samanburðarhópum sem verkefnið nær til. Reiknað er með að þessi munur á vexti fiskanna aukist enn frekar í samræmi við lengd tímans sem fiskurinn dvelur í fiskeldiskvíum í sjó.
Kynflokkunarvélar GreenFox hafa verið ítarlega prófaðar og hafa verið nýttar í framleiðslu[1]fyrirtækjum um tveggja ára skeið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tækin hafa gengið snurðulaust allan þann tíma og tryggi 96-99% nákvæmni í kyngreiningu, en þau flokka fiska frá 30-130 grömm að stærð.
GreenFox Marine frá Noregi mun kynna á IceFish 2024 sýningunni í næsta mánuði fyrstu háhraðavélina sem þróuð er til að flokka fisk sjálfvirkt eftir kyni. Þessi tækninýjung GreenFox Marine nýtir sér háþróaða ómskoðunar- og gervigreindartækni við flokkunina, en að því er fram kemur hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins veitir það fiskeldisfyrirtækjum verulegan ávinning að geta kynflokkað fisk hratt og örugglega. Það geti m.a. bætt heilsufar fisksins í framleiðslukerfunum.
Fiskeldisfyrirtæki í Chile hafa kynflokkað fisk handvirkt um margra ára skeið og seinustu ár með handhægum og færanlegum ómskoðunartækjum. Raunar er um helmingur af þeim laxi sem framleiddur er í Suður-Ameríku nú kynflokkaður, þar sem nokkur af stærstu fyrirtækjum í greininni hafa lagt ríka áherslu á að gera slíka flokkun að stöðluðum vinnubrögðum fyrir alla sína framleiðslu.
Hængar 17% þyngri að meðaltali
Í Noregi eru fiskeldisfyrirtæki með sambærileg verkefni í fullum gangi og kynflokkun þar hefur sýnt fram á verulegan mun á vexti hænga og hrygna. Til marks um það er að hængar eru að meðaltali 17% þyngri en hrygnur eftir níu mánuði í sjó, í þeim samanburðarhópum sem verkefnið nær til. Reiknað er með að þessi munur á vexti fiskanna aukist enn frekar í samræmi við lengd tímans sem fiskurinn dvelur í fiskeldiskvíum í sjó.
Kynflokkunarvélar GreenFox hafa verið ítarlega prófaðar og hafa verið nýttar í framleiðslu[1]fyrirtækjum um tveggja ára skeið. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja tækin hafa gengið snurðulaust allan þann tíma og tryggi 96-99% nákvæmni í kyngreiningu, en þau flokka fiska frá 30-130 grömm að stærð.