ff
Ástand sandkola og skarkola hefur ekki breyst mikið frá fyrra ári samkvæmt niðurstöðum úr flóarallinu sem fram fór í Faxaflóa fyrir skömmu.
Jónbjörn Pálsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir að sandkolastofninn hefði verið í lægð frá 2005 og ekki neinar breytingar að sjá á honum.
Skarkolastofninn var í lægð í kringum síðustu aldamót en hefur vaxið heldur síðan þá en ekki mikið.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.