Verið er að breyta frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE til brennslu á svartolíu.

Verkið er unnið hjá Slippnum Akureyri ehf. og fór skipið í slipp fyrr í vikunni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.   Ráðgert er að fimm vikur taki að breyta skipinu, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá Karli Má Einarssyni, útgerðarstjóra hjá Brimi hf.

Reiknað er með því að Brimnesið RE fari í samskonar breytingar í kjölfarið.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.