Frystitogarinn Guðmundur í Nesi, sem er í eigu Brims, kom til hafnar seint í gærkvöldi með einn verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í einni samfelldri veiðiferð til þessa.

Aflilnn eftir 30 daga á sjó er rúmlega 490  tonn af grálúðu og er verðmæti hans 450 milljónir króna eða sem svarar til 15 milljóna króna á dag. Grálúðan fékkst á Hampiðjutorginu undan Vestfjörðum.

Frá þessu er skýrt á vefnum visir.is

Kristján Guðmundsson var skipstjóri í þessari veiðiferð.