Grjótkrabbi er orðinn algengasta krabbategundin á mjúkum botni á grunnsævi við Suðvesturland. Þéttleiki hans þar er einn sá hæsti sem vitað er um fyrir tegundina. Þetta sýna rannsóknir. Hann fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006.
Frá þessu segir á vef Náttúrufræðistofnunar en þeir Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindi um rannsóknir á grjótkrabba við Ísland á Hrafnaþingi næstkomandi miðvikudag.
Hröð útbreiðsla
Þar segir að útbreiðsluaukning krabbans hefur verið mjög hröð og dekkar samfelld útbreiðsla hans nú um 70% af strandlengju Íslands, frá Faxaflóa og norður í Eyjafjörð. Virðist honum vegna vel við Ísland og ekkert bendir til annars en hann sé kominn til að vera.
Erfðafræðilegur breytileiki grjótkrabbans hefur nú bæði verið skoðaður innan hans náttúrulegu heimkynna í Norður Ameríku og við Ísland, en þetta er í fyrsta skipti sem erfðabreytileiki innan tegundarinnar hefur verið skoðaður. Niðurstöður rannsóknanna sýna fram á að erfðabreytileiki innan Íslands er svipaður og í Norður Ameríku.
Samhliða rannsóknum á grjótkrabba hafa fengist mikilvægar grunnupplýsingar um þéttleika tveggja algengustu krabbategundanna á grunnsævi við Ísland; bogkrabba og trjónukrabba.
Fréttin birtist í Fiskifréttum 23. nóvember
Grjótkrabbi er orðinn algengasta krabbategundin á mjúkum botni á grunnsævi við Suðvesturland. Þéttleiki hans þar er einn sá hæsti sem vitað er um fyrir tegundina. Þetta sýna rannsóknir. Hann fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006.
Frá þessu segir á vef Náttúrufræðistofnunar en þeir Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindi um rannsóknir á grjótkrabba við Ísland á Hrafnaþingi næstkomandi miðvikudag.
Hröð útbreiðsla
Þar segir að útbreiðsluaukning krabbans hefur verið mjög hröð og dekkar samfelld útbreiðsla hans nú um 70% af strandlengju Íslands, frá Faxaflóa og norður í Eyjafjörð. Virðist honum vegna vel við Ísland og ekkert bendir til annars en hann sé kominn til að vera.
Erfðafræðilegur breytileiki grjótkrabbans hefur nú bæði verið skoðaður innan hans náttúrulegu heimkynna í Norður Ameríku og við Ísland, en þetta er í fyrsta skipti sem erfðabreytileiki innan tegundarinnar hefur verið skoðaður. Niðurstöður rannsóknanna sýna fram á að erfðabreytileiki innan Íslands er svipaður og í Norður Ameríku.
Samhliða rannsóknum á grjótkrabba hafa fengist mikilvægar grunnupplýsingar um þéttleika tveggja algengustu krabbategundanna á grunnsævi við Ísland; bogkrabba og trjónukrabba.
Fréttin birtist í Fiskifréttum 23. nóvember