Grindvíkingum úr áhöfnum togaranna Tómasar Þorvaldssonar GK og Hrafns Sveinbjarnarsonar GK hefur verið komið til hafnar á Ísafirði og á Neskaupstað svo þeir geti haldið suður og sameinast fjölskyldum sínum sem þurftu að yfirgefa heimabæ sinn seint á föstudagskvöld.

„Þetta var alveg skelfileg staða fyrir þá og það kom ekkert annað til greina heldur en að hjálpa þeim og fá aðra í staðinn, segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík. Von sé á þessum mannskap með hraði suður.

„Það er bara verið að leysa þá af svo þeir geti komið og hitt fjölskyldurnar og hjálpað til við að bjarga því sem bjargað verður hérna,“ segir Gunnar en í dag hafa starfsmenn Þorbjarnar staðið í stórræðum við að bjarga verðmætum úr frystigeymslum í Grindavík.

Afurðir fluttar úr Grindavík í dag

„Það má segja að við séum búin að ná í um helminginn af þessu í dag,“ segir Gunnar um stöðuna núna. „Þetta voru um 250 tonn af söltuðum afurðum og síðan sjófrystar og frystar afurðir.“ Þessum afurðum verði komið fyrir bæði í Þorlákshöfn og í Reykjavík.

„Við erum búin að fá hús fyrir þetta allt og mannskap til að ganga frá því til pökkunar og útflutnings,“ segir Gunnar.

Aðspurður segir Gunnar eignir Þorbjarnar líta ágætlega út þrátt fyrir hamfarirnar sem skekið hafa Grindavík. „Nema það er bara allt í drasli. Það eru bara smásprungur í innveggjum,“ segir hann.

Grindvíkingum úr áhöfnum togaranna Tómasar Þorvaldssonar GK og Hrafns Sveinbjarnarsonar GK hefur verið komið til hafnar á Ísafirði og á Neskaupstað svo þeir geti haldið suður og sameinast fjölskyldum sínum sem þurftu að yfirgefa heimabæ sinn seint á föstudagskvöld.

„Þetta var alveg skelfileg staða fyrir þá og það kom ekkert annað til greina heldur en að hjálpa þeim og fá aðra í staðinn, segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík. Von sé á þessum mannskap með hraði suður.

„Það er bara verið að leysa þá af svo þeir geti komið og hitt fjölskyldurnar og hjálpað til við að bjarga því sem bjargað verður hérna,“ segir Gunnar en í dag hafa starfsmenn Þorbjarnar staðið í stórræðum við að bjarga verðmætum úr frystigeymslum í Grindavík.

Afurðir fluttar úr Grindavík í dag

„Það má segja að við séum búin að ná í um helminginn af þessu í dag,“ segir Gunnar um stöðuna núna. „Þetta voru um 250 tonn af söltuðum afurðum og síðan sjófrystar og frystar afurðir.“ Þessum afurðum verði komið fyrir bæði í Þorlákshöfn og í Reykjavík.

„Við erum búin að fá hús fyrir þetta allt og mannskap til að ganga frá því til pökkunar og útflutnings,“ segir Gunnar.

Aðspurður segir Gunnar eignir Þorbjarnar líta ágætlega út þrátt fyrir hamfarirnar sem skekið hafa Grindavík. „Nema það er bara allt í drasli. Það eru bara smásprungur í innveggjum,“ segir hann.