Tveimur grindhvölum var komið til bjargar við Akranes aðfararnótt mánudags. Hvalirnir syntu ítrekað upp í fjöruna við Elínarhöfða og strönduðu. Alls tóku björgunaraðgerðirnar tvo klukkutíma. Björgunarfólk var komið heim rétt eftir klukkan eitt. Anna Leif Elídóttir, einn sjónarvotta segir að það hafi litið út eins og hvalirnir væru veikir. „Við vorum alveg viss um að þeir hafi verið veikir. Þeir voru í skrýtnum líkamsstellingum, eins og þeir væru með krampa.“

Sjá myndband og frétt á vef RÚV. Myndbandið tók Sóley Ósk Elídóttir.