EFTIR PÉTUR HAFSTEIN PÁLSSON

Grindvíkingar kljást nú við aðstæður sem geta sýnst óyfirstíganlegar. Þeir eru að slást við náttúruna og upplifa stærstu atburði á lýðveldistímanum sem reynir á þolinmæði, aðlögunarhæfni og skynsemi. Markmiðið er að komast heim, hvernig sem sú heimkoma verður eða hvar sem það heimili verður.

Allir þeir aðilar sem tengjast Grindavíkurkrísunni á einhvern hátt geta örugglega litið í baksýnisspegilinn og fundið eitthvað sem betur mátti fara. Engan veit ég þó um sem ekki tók ákvörðun út frá sinni sannfæringu um hvað væri best að gera á grunni þeirra upplýsinga og markmiða sem lágu á borðinu. En hvernig metum við stöðuna núna og starfið sem fram hefur farið til þessa?

Almannavarnir er sá aðili sem stýrt hefur aðgerðum og aðgengi lengst af og tekur yfir þegar neyðarástand skapast. Veðurstofan safnar saman þeim upplýsingum sem byggt er á og síðan er það aðgerðarstjórn lögreglustjóra sem stýrir framkvæmdinni. Þessir þrír aðilar eru þeir sem íbúar, sveitarfélag og fyrirtæki reiða sig á í neyðinni, vörninni og þeirri uppbyggingu sem fólk þyrstir í að hefja. Samstilling og samhæfing þeirra er því lykilatriði í öllum viðbrögðum. Það verður að taka hattinn ofan fyrir stjórnvöldum vegna kraftmikilla varnargarða. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ætlunin er að verja bæinn og eignir fyrirtækjanna.

Nú stendur öllum einstaklingum til boða að selja húsin sín og fara með sitt eigið fé annað. Það er vel gert en fólk bíður eftir því með hvaða hætti hvatinn verður til að fólk snúi til baka. Ef hægt er að koma því við að fólkið sjálft geti leigt sín „eigin“ hús og keypt til baka að þessum óvissutímum loknum yrði það mikil hvatning til endurkomu og endurreisnar bæjarins. Verðið á húsunum mun að sjálfsögðu fara eftir því hvernig staðan verður á þeim tímapunkti en verðmæti fasteigna í Grindavík nægir í dag ekki til sambærilegra kaupa annars staðar. Þessu verður öfugt farið þegar grundvöllur skapast til endurkomu og selt verður annars staðar og keypt í Grindavík. Hvenær endurkoman hefst fer eftir atburðarásinni sjálfri sem enginn getur spáð um hvernig þróast. Þar til það skýrist verður fólk og fyrirtæki að sýna þolinmæði og laga sig að þessum aðstæðum. Sum fyrirtæki geta brugðist við, önnur eiga enga möguleika og þau þriðju þurfa að flytja sig um set til að gufa ekki upp í biðinni. Stjórnvöld verða að huga að öllum þessum þremur fyrirtækjaflokkum. Það eru miklir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi að enginn sitji eftir með sárt ennið og að þeim sé gert kleift að flytja sem það þurfa og geta.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. FF/MYND HAG
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. FF/MYND HAG

Bær án barna er verbúð

Bær án barna er bara verbúð. Það mun enginn koma með börn í bæinn fyrr en hann er orðinn öruggur. Það var því skynsamlegt að gefa það tímalega út að skólastarf verði ekki í Grindavík á komandi hausti. Hvort nægur tími sé fram að hausti 2025 til að gera bæinn öruggan verður tíminn að leiða í ljós en halda þarf vel á spilum svo það takist. Við skulum gera okkur grein fyrir því að fólk sem er nýgengið í gegnum allt það rót sem óundirbúnir búferlaflutningar skapa er ekki ginnkeypt fyrir því að rífa börnin sín upp aftur þegar loksins er komin ró á lífið og börnin farin að aðlagast nýju umhverfi. Bærinn mun því byggjast upp að töluverðum hluta á öðru fólki en byggði hann fyrir 10. nóvember. En fari allt vel munu nýir íbúar í bland við þá fyrri njóta þess að kaupa góðar eignir á góðu verði og endurskapa það samfélag sem fólk syrgir í dag. Það fólk hentar vel þeim fyrirtækjum sem fara í gegnum skaflinn sem og þeim nýju sem bætast munu við atvinnuflóruna.

Þar sem þessi grein mun birtast um sjómannadagshelgina er viðeigandi að enda hana á þökkum til sjómanna. Ekki bara vegna þeirra krefjandi starfa sem þeir sinna öllu jöfnu, heldur vegna skilnings á stöðu fyrirtækjanna í bænum við þessar aðstæður. Þannig er að Grindavík er mekka saltfisksins á Íslandi. Í Grindavík eru mjög sérhæfðar saltfiskvinnslur sem ekki eru til annars staðar á landinu af viðlíka stærð. Sjómenn vita að grunnur að þeirra afkomu er að allir erlendir afurðamarkaðir séu virkir og þeir eiga sinn þátt í því að það tókst að bjarga mjög verðmætum saltfiskmörkuðum með réttum viðbrögðum. Um leið og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn þá þakka ég þeim gott samstarf í gegnum súrt og sætt.

Skrifað þann 14. maí með fyrirvara um framvindu næstu daga.

Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

EFTIR PÉTUR HAFSTEIN PÁLSSON

Grindvíkingar kljást nú við aðstæður sem geta sýnst óyfirstíganlegar. Þeir eru að slást við náttúruna og upplifa stærstu atburði á lýðveldistímanum sem reynir á þolinmæði, aðlögunarhæfni og skynsemi. Markmiðið er að komast heim, hvernig sem sú heimkoma verður eða hvar sem það heimili verður.

Allir þeir aðilar sem tengjast Grindavíkurkrísunni á einhvern hátt geta örugglega litið í baksýnisspegilinn og fundið eitthvað sem betur mátti fara. Engan veit ég þó um sem ekki tók ákvörðun út frá sinni sannfæringu um hvað væri best að gera á grunni þeirra upplýsinga og markmiða sem lágu á borðinu. En hvernig metum við stöðuna núna og starfið sem fram hefur farið til þessa?

Almannavarnir er sá aðili sem stýrt hefur aðgerðum og aðgengi lengst af og tekur yfir þegar neyðarástand skapast. Veðurstofan safnar saman þeim upplýsingum sem byggt er á og síðan er það aðgerðarstjórn lögreglustjóra sem stýrir framkvæmdinni. Þessir þrír aðilar eru þeir sem íbúar, sveitarfélag og fyrirtæki reiða sig á í neyðinni, vörninni og þeirri uppbyggingu sem fólk þyrstir í að hefja. Samstilling og samhæfing þeirra er því lykilatriði í öllum viðbrögðum. Það verður að taka hattinn ofan fyrir stjórnvöldum vegna kraftmikilla varnargarða. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ætlunin er að verja bæinn og eignir fyrirtækjanna.

Nú stendur öllum einstaklingum til boða að selja húsin sín og fara með sitt eigið fé annað. Það er vel gert en fólk bíður eftir því með hvaða hætti hvatinn verður til að fólk snúi til baka. Ef hægt er að koma því við að fólkið sjálft geti leigt sín „eigin“ hús og keypt til baka að þessum óvissutímum loknum yrði það mikil hvatning til endurkomu og endurreisnar bæjarins. Verðið á húsunum mun að sjálfsögðu fara eftir því hvernig staðan verður á þeim tímapunkti en verðmæti fasteigna í Grindavík nægir í dag ekki til sambærilegra kaupa annars staðar. Þessu verður öfugt farið þegar grundvöllur skapast til endurkomu og selt verður annars staðar og keypt í Grindavík. Hvenær endurkoman hefst fer eftir atburðarásinni sjálfri sem enginn getur spáð um hvernig þróast. Þar til það skýrist verður fólk og fyrirtæki að sýna þolinmæði og laga sig að þessum aðstæðum. Sum fyrirtæki geta brugðist við, önnur eiga enga möguleika og þau þriðju þurfa að flytja sig um set til að gufa ekki upp í biðinni. Stjórnvöld verða að huga að öllum þessum þremur fyrirtækjaflokkum. Það eru miklir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi að enginn sitji eftir með sárt ennið og að þeim sé gert kleift að flytja sem það þurfa og geta.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. FF/MYND HAG
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. FF/MYND HAG

Bær án barna er verbúð

Bær án barna er bara verbúð. Það mun enginn koma með börn í bæinn fyrr en hann er orðinn öruggur. Það var því skynsamlegt að gefa það tímalega út að skólastarf verði ekki í Grindavík á komandi hausti. Hvort nægur tími sé fram að hausti 2025 til að gera bæinn öruggan verður tíminn að leiða í ljós en halda þarf vel á spilum svo það takist. Við skulum gera okkur grein fyrir því að fólk sem er nýgengið í gegnum allt það rót sem óundirbúnir búferlaflutningar skapa er ekki ginnkeypt fyrir því að rífa börnin sín upp aftur þegar loksins er komin ró á lífið og börnin farin að aðlagast nýju umhverfi. Bærinn mun því byggjast upp að töluverðum hluta á öðru fólki en byggði hann fyrir 10. nóvember. En fari allt vel munu nýir íbúar í bland við þá fyrri njóta þess að kaupa góðar eignir á góðu verði og endurskapa það samfélag sem fólk syrgir í dag. Það fólk hentar vel þeim fyrirtækjum sem fara í gegnum skaflinn sem og þeim nýju sem bætast munu við atvinnuflóruna.

Þar sem þessi grein mun birtast um sjómannadagshelgina er viðeigandi að enda hana á þökkum til sjómanna. Ekki bara vegna þeirra krefjandi starfa sem þeir sinna öllu jöfnu, heldur vegna skilnings á stöðu fyrirtækjanna í bænum við þessar aðstæður. Þannig er að Grindavík er mekka saltfisksins á Íslandi. Í Grindavík eru mjög sérhæfðar saltfiskvinnslur sem ekki eru til annars staðar á landinu af viðlíka stærð. Sjómenn vita að grunnur að þeirra afkomu er að allir erlendir afurðamarkaðir séu virkir og þeir eiga sinn þátt í því að það tókst að bjarga mjög verðmætum saltfiskmörkuðum með réttum viðbrögðum. Um leið og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn þá þakka ég þeim gott samstarf í gegnum súrt og sætt.

Skrifað þann 14. maí með fyrirvara um framvindu næstu daga.

Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.