Fátt er í raun vitað um lífríkið djúpt í iðrum sjávar nyrst á jörðinni en nýlega léttu vísindamenn leyndinni að nokkru leyti þegar þeir lýstu nýrri tegund djúpsjávarkolkrabba í Norður-Íshafi.

„Að uppgötva og greina með vísindalegum hætti nýjar tegundir er afskaplega mikilvægt því annars er sú hætta fyrir hendi að þær glatist að eilífu áður en tilvera þeirra er staðfest,“ segir Lis Lindal Jørgen, sjávarvistfræðingur og einn höf[1]unda nýrrar skýrslu sem hefur verið kynnt hjá norsku hafrannsóknastofnuninni.

Hún segir að enn sé mikið órannsakað undir yfirborði sjávar en nýlega tókst að ráða eina af gátum djúpsjávarins, áður óþekkta tegund kolkrabba, muusoctopus aegir. Sú lifir í landgrunnshlíðinni úti af Noregi og Rússlandi að Svalbarða og í austur að Karahafi, á allt að 2.500 metra dýpi.

Norska hafrannsóknastofnunin framkvæmir rannsóknir á vistkerfinu í Barentshafi á hverju ári. Vísindamenn eru þar neðan þilja í móttökunni og rannsaka hinar ýmsu tegundir sjávarlífvera sem koma inn í hverju holi. Mikið berst af síld og makríl en skyndilega barst inn á borð vísindamannanna kolkrabbi sem þeir höfðu reyndar séð fyrr og það nokkrum sinnum. Og þetta var muusoctopus aegir.

Fannst fyrst 2012

Vísindamönnum var reyndar farið að renna í grun strax árið 2012 að á þessu svæði væri að finna áður óþekkta tegund kolkrabba. En það tekur sinn tíma að safna nægilega mörgum einstaklingum, nægilegum gögnum og smáatriðum til að geta staðfest að um nýja tegund sé að ræða. Lindýrasérfræðingurinn Alexey Golikov, sem starfar hjá þýsku rannsóknastofnuninni GEOMAR í Kiel, hefur rannsakað ítarlega 25 einstaklinga sem hafa veiðst í fjölda leiðangra í gegnum árin og borið þá saman í smáatriðum við aðrar þekktar tegundir.

„Lengd og breidd líkamshluta sem og fjöldi sogskála á örmum er annar en á öðrum þekktum tegundum kolkrabba. Heildarmyndin er sú að muusoctobus aegir er sérstök tegund kolkrabba,“ segir Jørgensen.

Muusoctopus aegir er tiltölulega smávaxinn kolkrabbi sem nær 23,5 cm á lengd og er með átta arma. Hann er brún-fjólublár á lit með ljósari svæði á kvið og hvítt í kringum munn. Nafnið á hinum nýuppgötvaða kolkrabba kemur úr norrænni goðafræði þar sem Aegir stendur fyrir Ægi, hinn goðsagnakennda jötun sem réði höfunum. Nafnið vísar líka til þess að kolkrabbinn tilheyrir Muusoctopus ættkvíslinni en alls tilheyra fjórar af tólf kolkrabbategundum í Norður-Íshafinu þeirri ættkvísl.

Fátt er í raun vitað um lífríkið djúpt í iðrum sjávar nyrst á jörðinni en nýlega léttu vísindamenn leyndinni að nokkru leyti þegar þeir lýstu nýrri tegund djúpsjávarkolkrabba í Norður-Íshafi.

„Að uppgötva og greina með vísindalegum hætti nýjar tegundir er afskaplega mikilvægt því annars er sú hætta fyrir hendi að þær glatist að eilífu áður en tilvera þeirra er staðfest,“ segir Lis Lindal Jørgen, sjávarvistfræðingur og einn höf[1]unda nýrrar skýrslu sem hefur verið kynnt hjá norsku hafrannsóknastofnuninni.

Hún segir að enn sé mikið órannsakað undir yfirborði sjávar en nýlega tókst að ráða eina af gátum djúpsjávarins, áður óþekkta tegund kolkrabba, muusoctopus aegir. Sú lifir í landgrunnshlíðinni úti af Noregi og Rússlandi að Svalbarða og í austur að Karahafi, á allt að 2.500 metra dýpi.

Norska hafrannsóknastofnunin framkvæmir rannsóknir á vistkerfinu í Barentshafi á hverju ári. Vísindamenn eru þar neðan þilja í móttökunni og rannsaka hinar ýmsu tegundir sjávarlífvera sem koma inn í hverju holi. Mikið berst af síld og makríl en skyndilega barst inn á borð vísindamannanna kolkrabbi sem þeir höfðu reyndar séð fyrr og það nokkrum sinnum. Og þetta var muusoctopus aegir.

Fannst fyrst 2012

Vísindamönnum var reyndar farið að renna í grun strax árið 2012 að á þessu svæði væri að finna áður óþekkta tegund kolkrabba. En það tekur sinn tíma að safna nægilega mörgum einstaklingum, nægilegum gögnum og smáatriðum til að geta staðfest að um nýja tegund sé að ræða. Lindýrasérfræðingurinn Alexey Golikov, sem starfar hjá þýsku rannsóknastofnuninni GEOMAR í Kiel, hefur rannsakað ítarlega 25 einstaklinga sem hafa veiðst í fjölda leiðangra í gegnum árin og borið þá saman í smáatriðum við aðrar þekktar tegundir.

„Lengd og breidd líkamshluta sem og fjöldi sogskála á örmum er annar en á öðrum þekktum tegundum kolkrabba. Heildarmyndin er sú að muusoctobus aegir er sérstök tegund kolkrabba,“ segir Jørgensen.

Muusoctopus aegir er tiltölulega smávaxinn kolkrabbi sem nær 23,5 cm á lengd og er með átta arma. Hann er brún-fjólublár á lit með ljósari svæði á kvið og hvítt í kringum munn. Nafnið á hinum nýuppgötvaða kolkrabba kemur úr norrænni goðafræði þar sem Aegir stendur fyrir Ægi, hinn goðsagnakennda jötun sem réði höfunum. Nafnið vísar líka til þess að kolkrabbinn tilheyrir Muusoctopus ættkvíslinni en alls tilheyra fjórar af tólf kolkrabbategundum í Norður-Íshafinu þeirri ættkvísl.