Grásleppuveiðar á Íslandi gætu skilað 5,3 milljörðum í útflutningsverðmæti á þessu ári sem er tvöfalt meira en á árinu 2009. Ástæðan er aflaaukning og verðhækkanir á hrognum milli ára.

Á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi söltuð grásleppuhrogn fyrir 939 milljónir króna en árið á undan fyrir 562 milljónir. Nánast sama magn er á bak við þessar tölur. Útflutningsverðmæti kavíars jókst hins vegar úr 810 milljónum króna í 1.604 milljónir. Á síðasta ári var meðalverðið 148 þúsund krónur á tunnuna.  Samanlagt jókst útflutningsverðmæti þessara afurða úr 1,4 milljörðum árið 2008 í um 2,5 milljarða árið 2009.

Þetta kemur fram í frétt á vef sjávarútvegsráðuneytisins.