Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að veiðidagar á grásleppuvertíðinni 2014 verði 32, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttum hækkaði stofnvísitala grásleppu um 50% milli ára í nýlegum stofnmælingum Hafrannsóknastofnunr. LS lagði hins vegar til að veiðidagar á vertíðinni yrðu ekki fleiri en 28 þar sem markaðir fyrir grásleppuhrogn hafa verið erfiðir.