Heimilt verður að hefja grásleppuveiðar 1. mars næstkomandi, samkvæmt reglugerð sem matvælaráðherra hefur undirritað um hrognkelsaveiðar árið 2024. Áður stóð til að vertíðin hæfist 20. mars.

Landssamband smábátaeigenda sendi fyrr í mánuðinum matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað var eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars. Í erindinu var bent á að ástæða þessarar beiðni væri sú að á undanförnum árum hafi markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hafi útflutningu rhéðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn sé þó takmarrkaðaur við tímann frá áramótum og fram að páskum. Þar sem páskar séu mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, sé hætt við því að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markaði fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars.

Nýjar reglur

Matvælaráðuneytið hefur tekið mið af þessum óskum en sérstakar reglur gilda um veiðitímabilið 1. til 20. mars umfram það sem áður var í reglugerð um hrognkelsaveiðar. Þannig telst nú hver löndun sem einn dregur og dregst hann þannig frá samfelldum dögum. Skylt verður að draga grásleppunet eigi síðar en tveimur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó og skulu net dregin upp og geymd ef útlit er fyrir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sólarhringana. Þá verður óheimilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni veiðiferð.

Sagt var frá því í Fiskifréttum fyrir tæpu ári að fersk grásleppuhrogn hefðu í byrjun vertíðar farið til Danmerkur fyrir allt að 1.500 krónur kílóið.

Heimilt verður að hefja grásleppuveiðar 1. mars næstkomandi, samkvæmt reglugerð sem matvælaráðherra hefur undirritað um hrognkelsaveiðar árið 2024. Áður stóð til að vertíðin hæfist 20. mars.

Landssamband smábátaeigenda sendi fyrr í mánuðinum matvælaráðuneytinu erindi þar sem óskað var eftir að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars. Í erindinu var bent á að ástæða þessarar beiðni væri sú að á undanförnum árum hafi markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hafi útflutningu rhéðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn sé þó takmarrkaðaur við tímann frá áramótum og fram að páskum. Þar sem páskar séu mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, sé hætt við því að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markaði fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars.

Nýjar reglur

Matvælaráðuneytið hefur tekið mið af þessum óskum en sérstakar reglur gilda um veiðitímabilið 1. til 20. mars umfram það sem áður var í reglugerð um hrognkelsaveiðar. Þannig telst nú hver löndun sem einn dregur og dregst hann þannig frá samfelldum dögum. Skylt verður að draga grásleppunet eigi síðar en tveimur sólarhringum eftir að þau eru lögð í sjó og skulu net dregin upp og geymd ef útlit er fyrir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sólarhringana. Þá verður óheimilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni veiðiferð.

Sagt var frá því í Fiskifréttum fyrir tæpu ári að fersk grásleppuhrogn hefðu í byrjun vertíðar farið til Danmerkur fyrir allt að 1.500 krónur kílóið.