Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki meiri en 6972 tonn. Er það um 23% lækkun milli ára.

Á síðasta ári ráðlagði Hafrannsóknastofnun hámarksveiði upp á 9.040 tonn, en ekki voru þó veidd nema 7.601 tonn af því. Undanfarin tíu ár hafa yfirleitt veiðst á bilinu 4.000 til nærri 6.500 tonn.

Stofnunin segir ráðgjöfina að mestu byggða á stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2022 en hún var nálægt langtíma meðaltali. Stofnvísitölur hrognkelsa sveiflast milli ára sem endurspeglar að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla, en vísitala síðasta árs var sú hæsta frá upphafi mælinga 1985.

Stofnunin leggur jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2022/2023 verði 1627 tonn.