Þrjú grænlensk skip hafa aflað loðnu á Íslandsmiðum á þessari vertíð og er samanlagður afli þeirra 26.616 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Polar Amaroq er þeirra aflahæst og er það reyndar aflahæsta erlenda skipið á loðnuveiðunum á þessari vertíð með 15.797 tonn. Næst kemur grænlenski togarinn Tuneq með 5.978 tonn.