Grænlendingar hafa farið fram á það að fá 55% hlut í veiðum úr íslenska loðnustofninum. Krafa þeirra um aukna hlutdeild í veiðunum verður tekin fyrir á fundi Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins sem haldinn verður hér á landi 25. til 27. Janúar.

Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sagði í samtali við Fiskifréttir að Grænlendingar hefðu tilkynnt íslenskum stjórnvöldum um óskir sínar um breytta skiptingu loðnukvótans á síðasta ári.

Auk þessa fara Grænlendingar fram á það að fá að veiða allan sinn kvóta í íslensku lögsögunni ef því er að skipta og að þeir geti sem fyrr landað öllum sínum loðnuafla í íslenskum höfnum.

Í gildandi samningi milli strandríkjanna um skiptingu loðnustofnsins koma 81% í hlut Íslendinga, 11% í hlut Grænlendinga og 8% í hlut Norðmanna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.