Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja jafnvirði rúmlega 120 milljóna íslenskra króna til makrílrannsókna næsta sumar.
Þetta kemur fram á vef grænlensku landsstjórnarinnar en rannsaka á makríl bæði við Suðaustur- og Suðvestur-Grænland. Ekki kemur fram hvort það verði gert í samvinnu við aðrar þjóðir, en rannsóknaskipið Árni Friðriksson rannsakaði hluta svæðisins við A-Grænland í fyrrasumar.
Fram kemur að við Austur-Grænland hafi mælst hálf milljón tonna af makríl í fyrrasumar og þó náðu rannsóknirnar ekki utan um allt svæðið. Þar segir ennfremur að aflaverðmæti þeirra 78.000 tonna sem veiddust af makríl í grænlenskir lögsögu í fyrra hafi numið jafnvirði 12 milljarða íslenskra króna.