Grænlenski rækjutogarinn Akamalik landaði fyrir rúmri viku og tók nýja áhöfn um borð. Skipið hefur fiskað fyrir 200 milljónir danskra króna eða jafnvirði rúmlega 4,1 milljarðs íslenskra króna á árinu. Aldrei áður hefur aflaverðmæti grænlensks skips orðið svona hátt á einu ári.
Færeyski skipstjórinn á skipinu, Jógvan Tróndarson, upplýsir á vefnum fiskur.fo að ástæðan fyrir þessum góða árangri sé þríþætt: Gott verð fyrir afurðirnar, gott fiskirí og að þeir hafi fundið ný rækjumið. Meðalverð fyrir afurðir skipsins á árinu er um 24 danskra króna eða jafnvirði tæplega 500 íslenskra króna.
Akamalik hefur ekki lokið sér af í ár og á því eftir að bæta aflaverðmætið fram til áramóta.