Góður afli var í netarallinu fyrir sunnan og vestan land fjórða árið í röð, að því er fram kemur í Fiskifréttum er fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Netarallinu suður og vestur af landinu lauk í síðustu viku en netarallið fyrir norðan klárast í þessari viku. Niðurstöður úr rallinu suðvestanlands liggja ekki fyrir að öðru leyti en því að samanburður er kominn við aflabrögð fyrri ára.

Valur Bogason verkefnisstjóri netarallsins sagði í samtali við Fiskifréttir að aflabrögðin hefðu verið mjög góð í ár eins og við var búist en þó heldur minni á öllum svæðum en í fyrra. ,,Árið í fyrra skar sig sérstaklega úr en þá var aflinn mjög góður á öllu slóðum nema í kantinum austan Vestmannaeyja. Í ár var þorskaflinn um 465 tonn sem er rúmum 100 tonnum minni afli en í fyrra í heildina á svæðinu frá Breiðafirði austur að Hvítingum,“ sagði Valur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.