Færeyska útvarpið skýrir frá því á vefsíðu sinni í dag að ,,útróðrarbátarnir” Kallanes og Líðhamar frá Klakksvík hafi komið til Klakksvíkur í nótt og í morgun með fullfermi af Íslandsmiðum en þeir voru á handfæraveiðum.
Kallanes var með 30 tonn eftir fimm daga veiðar við Ísland og sagði Eyðálvur Vang skipstjóri á bátnum að dagamunur hefði verið á aflabrögðunum eða allt frá 9 tonnum niður í 2 tonn á dag.
Líðhamar var með 50 tonn eftir sex sólarhringa á veiðum en túrinn tók níu daga.