Útlit á síldarmörkuðum er talið gott og verð á síld er enn mjög hátt.
Teitur Gylfason hjá Iceland Seafood segir að hátt verð á síld hafi valdið því að salan hafi dregist saman. Það breyti þó ekki miklu því framboð á síld hefur einnig minnkað mikiðl. Af þessum sökum haldist verðið hátt á mörkuðum.
Miklar sveiflur hafa verið í veiðum á norsk-íslensku síldinni. Þegar mest lét veiddu Íslendingar um 691 þúsund tonn árið 1966 en á síðasta ári veiddust einungis tæp 91 þúsund tonn.
Heildarverðmæti útfluttra síldarafurða á síðata ári var 23,5 milljarðar króna.
Sjá nánar í Fiskifréttum .