Markaðshorfur fyrir frysta loðnu til Austur-Evrópu eru mjög góðar nú í byrjun loðnuvertíðar, að því er Teitur Gylfason, sölustjóri hjá Iceland Seafood, segir í samtali við Fiskifréttir.

„Verð á mjöli og lýsi er mjög hátt um þessar mundir og það heldur verðinu uppi á frystum loðnuafurðum og reyndar gildir það sama um flestar uppsjávarafurðir. Loðnukvótar í Barentshafi fara minnkandi og litlar sem engar birgðir eru á mörkuðum að því ég best veit. Útlitið er því mjög gott og ég vona bara að loðnukvótinn verði stóraukinn. Markaðurinn á að þola það,“ segir Teitur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.