Mjög góð makrílveiði hefur verið á Austfjarðamiðum undanfarna daga og hefur fiskiðjuver Síldarvinnslunnar verið á fullum afköstum, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Bjarni Ólafsson AK kom með rúm 400 tonn af makríl á sunnudaginn, daginn eftir kom Beitir NK með um 500 tonn og í gærmorgun kom Börkur NK með 460 tonn til vinnslu. „Mjög góð veiði er í Hvalbakshallinu og fengum við aflann í fjórum holum. Þetta er allt saman hreinn makríll“ segir Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK.