Góð eftirspurn er eftir fiski frá Íslandi. Margar afurðir hafa hækkað í verði, einkum bolfisktegundir, og skýrist það af nokkrum mismunandi þáttum, að því er fram kemur í Fiskifréttum.
Sjófrystur þorskur hefur hækkað í verði um 10% á síðustu þremur til fjórum mánuðum. Landfrystur þorskur hefur hækkað um 5% á sama tíma, bæði flök og bitar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.