Hrognafrystingin í ár gekk að óskum hjá Eskju og nýtti félagið úthlutaðar aflaheimildir í loðnu mjög vel. Fryst voru um 750 tonn af hrognum á vertíðinni úr 8.400 tonnum af loðnu.
Heildarúthlutun Eskju á vertíðinni var 13.400 tonn en félagið fékk að auki um 600 tonn leigð frá Skinney-Þinganesi.
Síldarvinnslan á Neskaupstað frysti hrognin fyrir Eskju í verktöku og gekk samstarfið mjög vel. Aðalsteinn Jónsson frysti um 2.800 tonn af loðnu sem seld var ýmist til Japan eða Rússlands.
Fiskimjölsverksmiðjan tók á móti um 10.500 tonnum af loðnu og loðnuhrati á vertíðinni sem er með minnsta móti. Þrátt fyrir að úthlutun á loðnu árið 2008 hafi verið minni en undanfarin ár eru verðmætin mikil enda afurðaverð há og krónan mjög veik um þessar mundir.
Frá þessu er skýrt á heimasíðu Eskju.