Eins og sagt var frá hér á vefnum í gær setti nýja Nærabergið Færeyjamet nú í vikunni þegar það kom með 3.200 tonn af frystum kolmunna að landi úr einni veiðiferð.
Vefsíða Fiskeribladet/Fiskaren upplýsir í framhaldi af þessu að heimsmetið í aflabrögðum á kolmunna eigi danska uppsjávarskipið Gitte Henning sem kom í apríl í fyrra með 3.500 tonn úr einni veiðiferð.
Þá vitum við það.