Togarinn Norma Mary sem er í eigu Onward Fishing, dótturfyrirtækis Samherja í Skotlandi, hélt til veiða fyrir skömmu eftir gagngerar endurbætur sem fram fóru í Slippnum á Akureyri. Eldur kom upp í skipinu þegar það var á veiðum í Barentshafi í október síðastliðnum. Endurnýja þurfti millidekkið í heild sinni, allan búnað, klæðningar og fleira og er þetta með stærri verkefnum Slippsins í seinni tíð. Í haust verður sett ný rækjulína í skipið.
Norma Mary hefur verið á ísfiskveiðum stóran hluta ársins. Hún fór tvo túra á Grænlandsmið eftir að viðgerð lauk og landaði á Akureyri. Skipið hefur síðan verið við veiðar í Barentshafi, landar í Norður-Noregi og aflinn fluttur til vinnslu í verksmiðju Icefresh í Frankfurt í Þýskalandi.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.