Makrílvertíðin hefur gengið þokkalega ef litið er á veiðar og vinnslu en markaðsmálin eru í óvissu. Makrílvertíðin í ár gæti skilað Íslendingum um 26 milljörðum í útflutningstekjur, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir í samtali við Fiskifréttir.

Gunnþór gat þess að veiðarnar hefðu gengið heldur betur en í fyrra. Bæði hefði verið auðvelt að veiða makrílinn og fiskurinn væri ívið skárri. Flokkun og vinnsla hefði gengið vel þar sem aflinn hefði ekki verið eins blandaður að stærð og oft áður.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.