Gæludýrafóður sem inniheldur hold hákarla, sem sumir eru í útrýmingarhættu, virðist algengt í hillum verslana, að því er ný rannsókn bendir til.
Vísindamenn sem gerðu könnun á innihaldi fóðursins komust að því að þetta átti við um fóður frá mörgum framleiðendum án þess að þess væri getið í innihaldslýsingu með skýrum hætti og oft með svo óljósum skýringum að útilokað er að átta sig á innihaldi fóðursins.
Margar tegundir hákarla eru miskunnarlaust veiddar víða um heim. Er talið að stofnar hafi verið veiddir niður í að vera aðeins 30% af þeirri stærð sem þeir voru fyrir 50 árum. Það er eitt og sér talið alvarlegt en staða hákarla í fæðukeðju hafsins hefur fækkun þeirra haft alvarleg áhrif á vistkerfin. Verslun með ugga hákarla hefur vakið athygli, en minna er talað um fækkun þeirra af völdum nýtingar til fóðurgerðar og í snyrtivöruiðnaði.
Vísindamennirnir nýttu erfðagreiningu við rannsóknina á 45 tegundum gæludýrafóðurs frá sextán framleiðendum. Í þriðjungi þeirra sýna sem tekin voru innihéldu erfðaefni hákarla eða 45 af 144 alls.
Niðurstöður sínar birtu vísindamennirnir í fagritinu Journal Frontiers in Marine Science.
Gæludýrafóður sem inniheldur hold hákarla, sem sumir eru í útrýmingarhættu, virðist algengt í hillum verslana, að því er ný rannsókn bendir til.
Vísindamenn sem gerðu könnun á innihaldi fóðursins komust að því að þetta átti við um fóður frá mörgum framleiðendum án þess að þess væri getið í innihaldslýsingu með skýrum hætti og oft með svo óljósum skýringum að útilokað er að átta sig á innihaldi fóðursins.
Margar tegundir hákarla eru miskunnarlaust veiddar víða um heim. Er talið að stofnar hafi verið veiddir niður í að vera aðeins 30% af þeirri stærð sem þeir voru fyrir 50 árum. Það er eitt og sér talið alvarlegt en staða hákarla í fæðukeðju hafsins hefur fækkun þeirra haft alvarleg áhrif á vistkerfin. Verslun með ugga hákarla hefur vakið athygli, en minna er talað um fækkun þeirra af völdum nýtingar til fóðurgerðar og í snyrtivöruiðnaði.
Vísindamennirnir nýttu erfðagreiningu við rannsóknina á 45 tegundum gæludýrafóðurs frá sextán framleiðendum. Í þriðjungi þeirra sýna sem tekin voru innihéldu erfðaefni hákarla eða 45 af 144 alls.
Niðurstöður sínar birtu vísindamennirnir í fagritinu Journal Frontiers in Marine Science.