Gaddavírsmarglyttur (l. apolemia uvaria) er farinn að valda skaða hjá norskum laxeldisfyrirtækjum víða í Noregi. Fyrirbærið, sem á norsku heitir perlufestarmarglyttur, hefur lagst á fisk eftir allri strönd landsins er sérstaklega skætt við sunnarlega við landið, t.a.m. við Bergen Stavenger og Álasund. Norska hafrannsóknastofnunin hefur þurft að aflífa fisk í fiskeldisstöð sinni í Austevoll eftir ágang gaddavírsmarglyttna.

3ja metra langar nýlendur

Gaddavírsmarglyttur mynda nýlendur sem samanstanda af mörgum smærri einstaklingum. Sumir þessara einstaklinga gefa frá sér sterkt eitur til að verja nýlenduna og til þess af afla fæðu. Nýlendan getur orðið allt að 3ja metra löng við Noreg en allt að 30 metrar í Miðjarðarhafinu. Komist marglyttan í tæri við fisk, eins og í sjókvíum, skaðar hún tálkn hans og veldur brunasárum á roðinu.

Norska hafrannsóknastofnunin segir að tilkynningum um gaddavírsmarglyttur hafi rignt inn síðustu dagana. Alls bárust um 250 tilkynningar um slíkt í síðustu viku.

Ekki hættuleg mönnum

Gaddavírsmarglytta er ekki hættuleg mönnum þó hún geti brennt húð en hún getur verið mjög skaðleg fiskum. Nýlendan getur klofnað upp í smærri einingar og þannig komist í gegnum kvíar og gildrur.

Þekktar er tvö önnur tilvik sem hafa leitt til aukinnar dánartíðni í sjókvíaeldi í Noregi vegna gaddavírsmarglytta. Enn vantar talsvert upp á þekkingu vísindamanna á tegundinni og afleiðingum sem sambúð þeirra við eldisfisk getur valdið. Þess vegna nýta vísindamenn hjá norsku hafró tækifærið til að afla sér meiri þekkkingar út frá þeim atburðum sem nú hafa orðið.

Yfir þúsund tilkynningar

„Nú er verið að taka sýni af tálknum laxsins til að sjá hvernig skaðinn hefur þróast og hann hafi haft áhrif á öndun fisksins. Við tökum einnig augnsýni til að athuga hvort sjón fiskanna hafi skaðast. Við könnum einnig umfang brunaskemmda á roði.“

Tilkynningar um gaddavírsmarglyttu hefur fjölgað á síðustu árum við Noreg og oft berast yfir þúsund slíkar tilkynningar. Margir búa sig undir að þetta geti orðið meira vandamál til framtíðar með umhverfisbreytingum af ýmsu tagi í hafinu.

Gaddavírsmarglytta

Latneskt heiti: Apolemia umvaria

Nýlendan getur orðið allt að 30 metra löng og nokkurra cm þykk. Hún minnir á perlufesti.

Tilheyrir holdýrum (cnidaria) sem framleiða sterkt eitur sem skaðar fisk.

Nýlendan er uppsjávartegund og flyst milli svæða með hafstraumum.

Tegundin er útbreidd í Kyrrahafinu, Miðjarðarhafi og Atlantshafi.

Gaddavírsmarglyttur (l. apolemia uvaria) er farinn að valda skaða hjá norskum laxeldisfyrirtækjum víða í Noregi. Fyrirbærið, sem á norsku heitir perlufestarmarglyttur, hefur lagst á fisk eftir allri strönd landsins er sérstaklega skætt við sunnarlega við landið, t.a.m. við Bergen Stavenger og Álasund. Norska hafrannsóknastofnunin hefur þurft að aflífa fisk í fiskeldisstöð sinni í Austevoll eftir ágang gaddavírsmarglyttna.

3ja metra langar nýlendur

Gaddavírsmarglyttur mynda nýlendur sem samanstanda af mörgum smærri einstaklingum. Sumir þessara einstaklinga gefa frá sér sterkt eitur til að verja nýlenduna og til þess af afla fæðu. Nýlendan getur orðið allt að 3ja metra löng við Noreg en allt að 30 metrar í Miðjarðarhafinu. Komist marglyttan í tæri við fisk, eins og í sjókvíum, skaðar hún tálkn hans og veldur brunasárum á roðinu.

Norska hafrannsóknastofnunin segir að tilkynningum um gaddavírsmarglyttur hafi rignt inn síðustu dagana. Alls bárust um 250 tilkynningar um slíkt í síðustu viku.

Ekki hættuleg mönnum

Gaddavírsmarglytta er ekki hættuleg mönnum þó hún geti brennt húð en hún getur verið mjög skaðleg fiskum. Nýlendan getur klofnað upp í smærri einingar og þannig komist í gegnum kvíar og gildrur.

Þekktar er tvö önnur tilvik sem hafa leitt til aukinnar dánartíðni í sjókvíaeldi í Noregi vegna gaddavírsmarglytta. Enn vantar talsvert upp á þekkingu vísindamanna á tegundinni og afleiðingum sem sambúð þeirra við eldisfisk getur valdið. Þess vegna nýta vísindamenn hjá norsku hafró tækifærið til að afla sér meiri þekkkingar út frá þeim atburðum sem nú hafa orðið.

Yfir þúsund tilkynningar

„Nú er verið að taka sýni af tálknum laxsins til að sjá hvernig skaðinn hefur þróast og hann hafi haft áhrif á öndun fisksins. Við tökum einnig augnsýni til að athuga hvort sjón fiskanna hafi skaðast. Við könnum einnig umfang brunaskemmda á roði.“

Tilkynningar um gaddavírsmarglyttu hefur fjölgað á síðustu árum við Noreg og oft berast yfir þúsund slíkar tilkynningar. Margir búa sig undir að þetta geti orðið meira vandamál til framtíðar með umhverfisbreytingum af ýmsu tagi í hafinu.

Gaddavírsmarglytta

Latneskt heiti: Apolemia umvaria

Nýlendan getur orðið allt að 30 metra löng og nokkurra cm þykk. Hún minnir á perlufesti.

Tilheyrir holdýrum (cnidaria) sem framleiða sterkt eitur sem skaðar fisk.

Nýlendan er uppsjávartegund og flyst milli svæða með hafstraumum.

Tegundin er útbreidd í Kyrrahafinu, Miðjarðarhafi og Atlantshafi.