Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Gísla Björnsson, fyrrverandi eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurða, og tvo aðra fyrir skattalagabrot í tengslum við fyrirtækið. RÚV greinir frá þessu.

Í frétt RÚV segir að nafn Sigurðar Gísla hafi verið í svokölluðum Panamaskjölum. Skattrannsóknarstjóri hafi keypt gögnin fyrir sjö árum og að í þeim hafi verið upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í skattaskjóli. 

„Rannsókn yfirvalda á umsvifum Sigurðar Gísla og fyrirtækisins Sæmarks Sjávarafurða hófst með formlegum hætti í desember árið 2017 þegar gerð var húsleit á heimili hans og hjá Sæmarki í Hafnarfirði. Rannsókn málsins lauk síðasta sumar og nú hefur héraðssaksóknari gefið út ákæru í málinu sem er umfangsmikil,“ segirRÚV.

Er Sigurður Gísli sagður sagður vera ákærður yrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark á árunum 2010 til 2016.

„Saksóknari segir tekjuskattsstofn félagsins hafa verið vanframtalinn um samtals 138 milljónir og félagið komist undan greiðslu tekjuskatts uppá 27,6 milljónir,“ segir RÚV sem kveður Sigurður Gísla einnig ákærðan fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir Sæmark.

Saksóknari segir Sigurð Gísla hafa vanframtalið tekjur sínar um rúman milljarð og komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar uppá tæpan hálfan milljarð. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að setja fjármuni í aflandsfélög.

Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Gísla Björnsson, fyrrverandi eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks-Sjávarafurða, og tvo aðra fyrir skattalagabrot í tengslum við fyrirtækið. RÚV greinir frá þessu.

Í frétt RÚV segir að nafn Sigurðar Gísla hafi verið í svokölluðum Panamaskjölum. Skattrannsóknarstjóri hafi keypt gögnin fyrir sjö árum og að í þeim hafi verið upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í skattaskjóli. 

„Rannsókn yfirvalda á umsvifum Sigurðar Gísla og fyrirtækisins Sæmarks Sjávarafurða hófst með formlegum hætti í desember árið 2017 þegar gerð var húsleit á heimili hans og hjá Sæmarki í Hafnarfirði. Rannsókn málsins lauk síðasta sumar og nú hefur héraðssaksóknari gefið út ákæru í málinu sem er umfangsmikil,“ segirRÚV.

Er Sigurður Gísli sagður sagður vera ákærður yrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum fyrir Sæmark á árunum 2010 til 2016.

„Saksóknari segir tekjuskattsstofn félagsins hafa verið vanframtalinn um samtals 138 milljónir og félagið komist undan greiðslu tekjuskatts uppá 27,6 milljónir,“ segir RÚV sem kveður Sigurður Gísla einnig ákærðan fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir Sæmark.

Saksóknari segir Sigurð Gísla hafa vanframtalið tekjur sínar um rúman milljarð og komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar uppá tæpan hálfan milljarð. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að setja fjármuni í aflandsfélög.