Hvalveiðiskip Hvals hf, Hvalur 8 og Hvalur 9, veiddu hvor um sig fyrstu langreyðar hvalvertíðar þessa árs í gærkvöldi. Bæði skipin voru við veiðar í gær djúpt vestur af landinu eftir að þau lögðu frá Hvalfirði á sunnudag. Einsýnt er að hvalskurður hefjist í Hvalfirði í kvöld eða nótt.
Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.
Þá greinir Skessuhofn ennfremur frá því að skip Sea Shepherd-samtakanna, Sam Simon, liggi við akkeri á ytri höfninni í Tromsö, í aðeins um fjögurra kílómetra fjarlægð frá flutningaskipinu Winter Bay sem er með langreyðarkjöt frá Íslandi innanborðs. Harstad, skip norsku strandgæslunnar, liggur við hlið Sam Simon og heldur bandaríska skipinu þannig í gjörgæslu. Ekki er ljóst hvort Sam Simon fær að leggjast að bryggju en áhöfn þess segist hafa leitað til Tromsö vegna vélarbilunar.