Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag.

Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.
Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.

Spurning um hrognafyllingu

„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór.

Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu.

Farið að óskum LS

Landssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars.

„Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.
Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.

„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.

Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetningu

Arnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum.

„Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór.

Grásleppu var landað í fyrsta sinn á Dalvík á sunnudag en breytingarnar hafa verið gerðar á veiðitímabilinu sem nú mátti hefjast 1. mars. Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Guðmundi Arnari EA, segir að veiðin fari fremur hægt af stað en þeir lönduðu alls 1,6 tonnum af grásleppu hjá Fiskmarkaði Norðurlands á sunnudag.

Samkvæmt Fiskistofu er fjöldi virkra réttinda til grásleppuveiða nú 303 talsins og fjöldi rétthafa er 268. Fæstir munu byrjaðir á grásleppu en einhverjir eru farnir af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. Guðmundur Arnar EA er rúmlega 11 metra langur trefjaplastbátur sem var smíðaður 2002. Í áhöfn eru tveir til þrír menn, Arnþór og bróðir hans Heimir, og frændi þeirra, Hermann Guðmundsson, grípur í þetta af og til.

Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.
Arnþór Hermannsson, Heimir Hermannsson og Hermann Guðmundsson við löndun á Dalvík.

Spurning um hrognafyllingu

„Það var nú ekki mikið að hafa og frekar rólegt yfir þessu. Það var fínasta veður til sjós en kalt að vísu. Við leggjum hérna úti af Gjögurtá og langleiðina austur undir Flatey. Við höfum aldrei byrjað svona snemma. Þetta hefur alltaf byrjað hjá okkur í kringum 20. mars. Núna lögðum við 70 net 1. mars og við þekkjum svo sem ekkert þennan tíma eða hvernig veiðin getur verið. Ég hélt jafnvel að afraksturinn yrði verri en þetta því við rennum alveg blint í sjóinn. Við höfum verið að draga þorskanet dálítið áður á svipuðum slóðum eða aðeins dýpra og aldrei orðið varir við grásleppu,“ segir Arnþór.

Aðrir sem hafa fengið grásleppu sem meðafla að undanförnu hafa talað um að hrognafyllingin sé ekki orðin mikil í grásleppunni á þessum árstíma. Arnþóri finnst þetta kannski í fyrsta lagi að hefja veiðarnar með tilliti til hrognafyllingar. Þegar dregið var á sunnudag voru nokkrar grásleppur í aflanum sem voru hrognalausar með öllu.

Farið að óskum LS

Landssamband smábátasjómanna óskaði eftir því við Matvælaráðuneytið 22. febrúar síðastliðinn að upphafsdagur grásleppuvertíðar 2024 yrði 1. mars.

„Meginástæða beiðninnar er að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja danskir og sænskir sjómenn hrogn sín inn á þennan markað,“ segir í bréfinu til Matvælaráðuneytisins.

Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.
Grásleppu sturtað í kör á bryggjunni.

„Það er mál manna að markaðurinn kalli á hrognin núna en samt hefur verðið farið lækkandi á mörkuðum. Það var ekkert spes á sunnudaginn miðað við hvað það hafði verið, eða yfir 1.000 kr. kílóið. Þetta fór alveg upp í 1.500 kr. í fyrra. Vertíðinni er flýtt núna út af eftirspurn eftir hrognum í Danmörku en á móti eru þeir sem byrja strax að fórna veiðidögum því hver löndunardagur telst til veiðidags. Hérna í Eyjafirði eru í mesta lagi þrír byrjaðir á grásleppu og einhverjir á Ólafsfirði. Til nýta dagana sem best ætlum við að láta netin liggja í tvær nætur eins og má núna,“ sagði Arnþór þegar rætt var við hann í byrjun vikunnar.

Andstæð sjónarmið gagnvart kvótasetningu

Arnþóri líst ágætlega á áform um kvótasetningu á grásleppu. Með því geti menn stýrt veiðunum mikið betur og hagað þeim eftir aðstæðum hverju sinni. Þá gætu menn til dæmis tekið upp grásleppunetin ef lítið er af grásleppu og farið í þorsk í staðinn ef hann er að gefa sig. Svo virðist þó sem menn skiptist í tvær fylkingar hvað þetta varðar og hefur Landssamband smábátaeigenda meðal annars ályktað um málið og sagt að það muni leiða til samþjöppunar heimilda og ekki hafi verið kannað til hlítar hvaða áhrif það geti haft á byggðarlögin að útgerð hefðbundinna grásleppubáta myndi fjara út á næstu árum.

„Ég held að það vilji flestir kvótasetja grásleppuna hér á þessu svæði, mér heyrist það,“ segir Arnþór.