Ef áætlanir ganga eftir verður byrjað á næsta ári að rafvæða fyrstu strandeiðibátana hérlendis. Er um að ræða nýsköpunarverkefni í samstarfi íslenskra og suður-kóreskra aðila.

„Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem getur spilað stóran þátt í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum sjávarútvegi og stuðlað að því að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi sprota- og nýsköpunarfyrirtækisins Grænafls.

Verið er að vinna að samstarfssamningi Grænafls við Korean Maritime Institute í Suður-Kóreu og fyrirtækin Hanwha Aerospace og JMP Networks og fleiri þarlend fyrirtæki.

Sendinefnd frá Suður-Kóreu var á Íslandi í síðustu viku og fór meðal annars til Siglufjarðar að skoða aðstæður og bát sem fyrir liggur að koma eigi fyrir búnaði í þannig að hann verði rafknúinn.

Orkuskiptunum hraðað

„Við erum að að þróa með okkur sameiginlegt verkefni sem gengur út á að nýta búnað frá kóreskum framleiðendum og – með bæði okkar tækniþekkingu og þeirra – koma honum fyrir í íslenskum bátum. Þetta er gert með það fyrir augum að það sé hægt að fara með þá þekkingu aftur til Kóreu líka,“ segir Kolbeinn.

Hinir erlendu gestir skoðuðu innvolsið í siglfirskum bátum. Mynd/Kolbeinn Óttarson Proppé
Hinir erlendu gestir skoðuðu innvolsið í siglfirskum bátum. Mynd/Kolbeinn Óttarson Proppé

Samhliða verkefninu verður unnið að því að koma upp nauðsynlegum hleðslustöðvum í höfnum hér á landi og hið sama verður gert í kjölfarið í Kóreu. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um „retrofit“ sem snýst um að laga nýja tækni að eldri hlutum.

„Ef þú getur breytt bátum sem eru þegar fyrir hendi þá nást orkuskiptin mun hraðar í gegn heldur en beðið væri eftir því að hver og einn einasti bátaeigandi þyrfti að kaupa sér nýjan bát,“ bendir Kolbeinn á. Þetta þyki Suður-Kóreumönnunum einnig eftirsóknarvert.

Oddverji ríður á vaðið

„Við ætlum að taka bátana sem er verið að nota, rífa úr þeim olíuverkið og allt saman og setja í staðinn batterí og allt sem þarf til að keyra þá á rafmagni. Við vinnum að því að rafvæða bátana, en munum einnig skoða blendingslausnir sem munu nýtast fyrir stærri skip en strandveiðibátana,“ segir Kolbeinn.

Útgerðin BG Nes á Siglufirði er aðili að verkefninu. „Við byrjum á bátnum Oddverja SI76 og tökum svo fleiri báta á Siglufirði. Þá munum við einnig leiða innlenda samstarfsaðila að verkefninu,“ segir Kolbeinn. Fleiri séu spenntir fyrir rafvæðingunni. „Eigendur smábáta hafa haft samband við mig til þess að fylgjast með hvernig þetta gengur.“

Að sögn Kolbeins hentar rafvæðing strandveiðibátum sérstaklega vel. „Þeir eru í takmarkaðri sókn, fara stutt á miðin og fara svo aftur í land,“ segir hann.

Verði nýtt víða um heim

Kóresku samstarfsaðilar Grænafls voru sem fyrr segir á Siglufirði í síðustu viku. Voru það fulltrúar Korean Maritime Institute sem er rannsókna- og stefnumótunarstofnun fyrir allt sem viðkemur sjávarútvegi í Suður-Kóreu og fulltrúar fyrirtækjanna Hanwha Aerospace og JMP Networks sem munu sjá fyrir búnaðinum og vera með í tæknilausnunum að sögn Kolbeins.

Málin rædd á vettvangi á Siglufirði. Mynd/Aðsend
Málin rædd á vettvangi á Siglufirði. Mynd/Aðsend

„Þeir hafa verið að vinna í alls kyns verkefnum tengdum þessu og eru mjög spenntir fyrir því að koma með sína þekkingu og búnað og búa til verkefni um þetta með okkur. Reynslan af því verður síðan nýtt í orkuskiptaverkefni í Kóreu og víðar um heim, sem verður þá í amvinnu Grænafls og KMI,“ segir Kolbeinn.

Hannað í rútunni suður

„Þau voru að skoða aðstæður og kíkja á okkar samstarfsaðila þar og skoða og mæla bátana,“ segir Kolbeinn. Hinum erlendu gestum hafi litist vel á það sem fyrir augu bar á Siglufirði.

„Þegar við vorum í rútunni á leiðinni til baka voru menn byrjaðir að teikna upp á blöð hvernig ætti að gera þetta þannig að þau voru mjög spennt fyrir þessu,“ segir Kolbeinn sem hefur um nokkra hríð verið með annan fótinn í Kóreu. „Ég var þar í tvo mánuði á síðasta ári og við höfum unnið að samningum um verk[1]efnið, sem verður undirritaður í Kóreu í desember.“

Ef áætlanir ganga eftir verður byrjað á næsta ári að rafvæða fyrstu strandeiðibátana hérlendis. Er um að ræða nýsköpunarverkefni í samstarfi íslenskra og suður-kóreskra aðila.

„Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem getur spilað stóran þátt í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskum sjávarútvegi og stuðlað að því að stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, stofnandi sprota- og nýsköpunarfyrirtækisins Grænafls.

Verið er að vinna að samstarfssamningi Grænafls við Korean Maritime Institute í Suður-Kóreu og fyrirtækin Hanwha Aerospace og JMP Networks og fleiri þarlend fyrirtæki.

Sendinefnd frá Suður-Kóreu var á Íslandi í síðustu viku og fór meðal annars til Siglufjarðar að skoða aðstæður og bát sem fyrir liggur að koma eigi fyrir búnaði í þannig að hann verði rafknúinn.

Orkuskiptunum hraðað

„Við erum að að þróa með okkur sameiginlegt verkefni sem gengur út á að nýta búnað frá kóreskum framleiðendum og – með bæði okkar tækniþekkingu og þeirra – koma honum fyrir í íslenskum bátum. Þetta er gert með það fyrir augum að það sé hægt að fara með þá þekkingu aftur til Kóreu líka,“ segir Kolbeinn.

Hinir erlendu gestir skoðuðu innvolsið í siglfirskum bátum. Mynd/Kolbeinn Óttarson Proppé
Hinir erlendu gestir skoðuðu innvolsið í siglfirskum bátum. Mynd/Kolbeinn Óttarson Proppé

Samhliða verkefninu verður unnið að því að koma upp nauðsynlegum hleðslustöðvum í höfnum hér á landi og hið sama verður gert í kjölfarið í Kóreu. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um „retrofit“ sem snýst um að laga nýja tækni að eldri hlutum.

„Ef þú getur breytt bátum sem eru þegar fyrir hendi þá nást orkuskiptin mun hraðar í gegn heldur en beðið væri eftir því að hver og einn einasti bátaeigandi þyrfti að kaupa sér nýjan bát,“ bendir Kolbeinn á. Þetta þyki Suður-Kóreumönnunum einnig eftirsóknarvert.

Oddverji ríður á vaðið

„Við ætlum að taka bátana sem er verið að nota, rífa úr þeim olíuverkið og allt saman og setja í staðinn batterí og allt sem þarf til að keyra þá á rafmagni. Við vinnum að því að rafvæða bátana, en munum einnig skoða blendingslausnir sem munu nýtast fyrir stærri skip en strandveiðibátana,“ segir Kolbeinn.

Útgerðin BG Nes á Siglufirði er aðili að verkefninu. „Við byrjum á bátnum Oddverja SI76 og tökum svo fleiri báta á Siglufirði. Þá munum við einnig leiða innlenda samstarfsaðila að verkefninu,“ segir Kolbeinn. Fleiri séu spenntir fyrir rafvæðingunni. „Eigendur smábáta hafa haft samband við mig til þess að fylgjast með hvernig þetta gengur.“

Að sögn Kolbeins hentar rafvæðing strandveiðibátum sérstaklega vel. „Þeir eru í takmarkaðri sókn, fara stutt á miðin og fara svo aftur í land,“ segir hann.

Verði nýtt víða um heim

Kóresku samstarfsaðilar Grænafls voru sem fyrr segir á Siglufirði í síðustu viku. Voru það fulltrúar Korean Maritime Institute sem er rannsókna- og stefnumótunarstofnun fyrir allt sem viðkemur sjávarútvegi í Suður-Kóreu og fulltrúar fyrirtækjanna Hanwha Aerospace og JMP Networks sem munu sjá fyrir búnaðinum og vera með í tæknilausnunum að sögn Kolbeins.

Málin rædd á vettvangi á Siglufirði. Mynd/Aðsend
Málin rædd á vettvangi á Siglufirði. Mynd/Aðsend

„Þeir hafa verið að vinna í alls kyns verkefnum tengdum þessu og eru mjög spenntir fyrir því að koma með sína þekkingu og búnað og búa til verkefni um þetta með okkur. Reynslan af því verður síðan nýtt í orkuskiptaverkefni í Kóreu og víðar um heim, sem verður þá í amvinnu Grænafls og KMI,“ segir Kolbeinn.

Hannað í rútunni suður

„Þau voru að skoða aðstæður og kíkja á okkar samstarfsaðila þar og skoða og mæla bátana,“ segir Kolbeinn. Hinum erlendu gestum hafi litist vel á það sem fyrir augu bar á Siglufirði.

„Þegar við vorum í rútunni á leiðinni til baka voru menn byrjaðir að teikna upp á blöð hvernig ætti að gera þetta þannig að þau voru mjög spennt fyrir þessu,“ segir Kolbeinn sem hefur um nokkra hríð verið með annan fótinn í Kóreu. „Ég var þar í tvo mánuði á síðasta ári og við höfum unnið að samningum um verk[1]efnið, sem verður undirritaður í Kóreu í desember.“