Á netmiðli norska sjávarútvegsblaðsins Kystmagasynet birtist nýverið grein sem útskýrir hvers vegna Íslendingar og reyndar einnig Grænlendingar eigi ekki aðild að nýgerðum samningi Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga um makrílveiðar. Aðrir fjölmiðlar í Noregi sem fjalla um sjávarútvegsmál hafa síðan vitnað í umrædda grein og birt innihald hennar eins og hvern annan stórasannleik.

Á vef Síldarvinnslunnar er vakin athygli á því að í umfjöllun Kystmagasynet um þetta mikilvæga mál sé sérstaklega fjallað um Síldarvinnsluna  og vægast sagt stórfurðulegar upplýsingar veittar um stöðu og starfsemi fyrirtækisins.

Sjá nánar HÉR.