„Það er fullkomið ábyrgðarleysi af hálfu ráðherra sjávarútvegsmála að friða makríl á grunnslóðinni eins og nú hefur verið gert með veiðibanni,“ segir í ályktun smábátafélagsins Kletts og vísar á bug rökum ráðherra um hið gagnstæða.

Í ályktuninni segir m.a.: „Fjölmörg góð og gild rök eru fyrir því að veiða makríl með krókum. Fyrir utan aukna verðmætasköpun, þá skapa veiðarnar um 500 manns atvinnu. Þá þarf að hafa í huga að stóraukin ganga makríls á grunnslóð vestan- og norðanlands er mikið inngrip í lífríkið sem hefur áhrif á aðra veiðistofna.“

Landssambands smábátaeigenda hefur einnig skorað á sjávarútvegsráðherra að aflétta veiðibanninu.

Sjá nánar á vef LS.