Framleiðendur keppast nú við að frysta sem mest af loðnuhrognum úr vestangöngunni. Áður hafði frysting hrogna úr loðnu í hefðbundnu göngunni ekki gengið sem skyldi. Framleiðsla hrogna úr henni var aðeins rúm 3 þúsund tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Í upphafi vertíðar voru nokkrar birgðir af loðnuhrognum á mörkuðum í Japan. Markaðsmenn telja að ekki sé ráðlegt að íslenskir framleiðendur frysti meira en 10 þúsund tonn af loðnuhrognum fyrir markaðinn í Japan. Eins og staðan sé núna sé lítil hætta á að framleiðslan hér verði of mikil. Þá hafi Norðmenn aðeins fryst um og innan við þúsund tonn af hrognum. Binda menn vonir við að birgðir af hrognum á markaðinum minnki mikið í ár eða hverfi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.