Undanfarin ár hafa sjómenn getað fengið frest, allt að tvisvar sinnum, frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu. Frá og með 1. janúar næstkomandi verður slíkur frestur aðeins veittur einu sinni og mun hann gilda í allt að 3 mánuði.
Frá þessu segir á vef Samgöngustofu.
Í reglugerð nr. 817/2010 um lögskráningu sjómanna er gerð sú krafa að ekki megi ráða mann til starfa á íslensku skipi nema hann hafi sótt námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila. Þar er einnig að finna heimild Samgöngustofu til að veita sjómanni frest frá því að sækja frumnámskeið hafi hann ekki sótt slíkt námskeið innan 180 lögskráningardaga. Einnig hefur verið veittur frestur til endurmenntunarnámskeiðs hafi sjómaður ekki sótt slíkt námskeið síðastliðin 5 ár.