Vísindamenn við japanska háskóla hafa fundið leið til að framleiða rafmagns úr fiskbeinum sem falla til í fiskvinnslum þar í landi.

Það eru sérfræðingar við Tohoku og Nihon háskólana sem þróað aðferðina sem felst í því að blanda saman slógi og fiskbeinum í tönkum þar sem blandan brotnar niður. Við ferlið myndast metangas sem nýtt er til að knýja gastúrbínu sem framleiðir rafmagn.

„Við vonumst til þess að frekari prófanir leiði í ljós hagkvæmni slíkra rafstöðva því þá yrði grundvöllur til að koma þeim upp, til dæmis við skólamötuneyti og fjölsótta veitingastaði.

Prófanir vísindamannanna hafa farið fram á bílastæði við fiskvinnslustöð. Markmiðið er að framleiða 144 kW á klst, sem svarar til orkunotkunar 1,5 heimila, úr 200 kg af fiskbeinum á hverjum degi.