Endurskoða þarf veiðigjöldin frá grunni. Ekki er raunhæft að skattleggja einstök sjávarútvegsfyrirtæki byggt á heildarafkomu í greininni. Þetta segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte.
Ný skýrsla Íslandsbanka var kynnt í morgun sem fjallar um íslenskan sjávarútveg. Á kynningarfundinum flutti Þorvarður erindi um veiðigjöld og hagnað í sjávarútvegi.
VB Sjónvarp ræddi við Þorvarð.