NV-Atlantshafsfiskiveiðistofnunin (NAFO) hefur lagt til að veiðar á rækjuveiðar verði bannaðar á Miklabanka utan við Nýfundnaland. Kvótinn þar í ár er 4.300 tonn en var helmingi hærri í fyrra. Rækjukvótinn á Miklabanka náði hámarki árið 2009 þegar hann var 30.000 tonn en síðustu árin hefur stofninn verið á niðurleið.
Bannið myndi fyrst og fremst koma niður á kanadískum fiskimönnum en kvóti þeirra í ár á þessu svæði er 3.580 tonn.
Þá hefur grænlenska landsstjórnin til athugunar tillögur vísindanefndar NAFO um 25% niðurskurð rækjukvótans við Grænland eða úr 93.300 tonnum á þessu ári í 70.000 tonn á því næsta.